NÁM Í ANDLEGRI EINKAÞJÁLFUN
Ný önn hefst 25. janúar 2025
Kennsla frá janúar 2025 – mars/apríl 2026
VILT ÞÚ VERÐA ANDLEGUR EINKAÞJÁLFARI?
Viltu vera samferða mér og öðrum dásemdar dömum í gegnum námið allt næsta ár og meira til? Vera partur af hópi sem hefur það sameiginlegt að vera að dýpka sjálfan sig andlega og vera samferða á þessari dýrmætu andlegu vegferð.
Í janúar hefst ný önn í námi sem mun ekki aðeins breyta þínu lífi heldur einnig lífi annarra! En við verðum alltaf, að mínu mati, að byrja á okkur sjálfum fyrst. Ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt 3ja anna nám sem leiðbeinir þér í þitt allra besta andlega form og hvernig á að miðla því áfram til annarra.
Margir fara í námið eingöngu fyrir sína sjálfsuppbyggingu, aðrir vilja verða andlegir einkaþjálfarar og starfa sem slíkir í fullu eða hlutastarfi, á meðan aðrir vilja nýta námið inn í núverandi starf. Endalausir möguleikar. Það er líka í góðu lagi að vita ekki alveg hvað maður vill gera með þetta nám og það skýrist yfirleitt miklu betur þegar nemandinn er kominn vel á veg inn í námið, þá fer allt nefnilega að verða skýrar. Það er eitt af því dásamlega við að fara í markvissa innri vinnu að þú ferð að heyra miklu betur í kjarnanum þínum og hvað þú vilt sjá fyrir sjálfa þig.
EINSTAKLEGA ÁRANGURSRÍKT!
"Ég hreinlega elska þetta nám og ég elska hvað ég er að læra og skilja mikið um sjálfa mig og fólk bara almennt, það er eitthvað svo mikið að opnast fyrir mér gagnvart lífinu almennt ❤️"
“Þetta nám breytti öllu hjá mér og opnaði á svo margt fallegt. Hrafnhildur kemur fram á svo fallegan og mennskan hátt og talar við mann sem jafningja. Þetta nám er svo rosalega fagmannlega sett upp, mjög skipulagt og skýrt. Svo skemmir ekki hvað þetta allt saman er ótrúlega skemmtilegt!”
- Rakel Sigðurðardóttir
ATVINNUTÆKIFÆRIÐ
Ef þú skoðar umhverfið þitt, eru margir í kringum þig í einhvers konar vanlíðan? Ef þú veltir því fyrir þér, af hverju ætli það séu svona margir með þunglyndi, kvíða, depurð, lágt sjálfsmat, félagsfælni, kulnun, áfallastreitu eða annað út í samfélaginu? Getur verið að það sem við erum að gera dagsdaglega, eins og að fylgja "óskrifuðum" kröfum samfélagsins, sé einfaldlega ekki að virka fyrir okkur lengur? Getur verið að ein af ástæðunum sé einnig að við höfum einfaldlega ekki fengið neina andlega leiðsögn? Engin kennsla í að læra inn á okkur sjálf og okkar innri kjarna? Enginn kennsla í tilfinningum eða í ólíkum lífsverkefnum sem geta bankað á dyrnar. Enginn kennsla hvernig við eigum að grípa okkur sjálf, hlúa að okkur sjálfum, hlusta á okkur sjálf (innri kjarna og innsæið). Enginn fræðir okkur um æskuna/áföllin og hversu gríðarleg áhrif hún hefur á allt okkar líf. Enginn kennir okkur á varnarkerfið okkar eða varnarviðbrögðin. Enginn kennir okkur að þekkja hugann okkar og skilja hann betur, hvernig við náum að temja drekann! Við fáum einfaldlega enga kennslu! En námið í andlegri einkaþjálfun mun kenna þér þetta allt saman og meira til. Djúpt og innihaldsríkt nám þar sem þú munt skilja sjálfan þig, aðra og lífið margfalt betur.
Það er svo mikil þörf fyrir andlega einkaþjálfara út í samfélagið, þar sem það er löngu kominn tími til að slík kennsla fari fram. Það er ekki eðlilegt að vera með langvarandi þunglyndi, kvíða, kulnun, félagsfælni, lágt sjálfmat eða annað, því það eru til ýmiss tæki og tól sem fólk veit almennt ekki af og þar kemur námið sterkt inn. Einstaklega árangursrík vegferð - engar skyndilausnir!
- Hvað eru margir starfandi einkaþjálfarar til taks þegar þú vilt koma þér í aukið líkamlegt form?
- En hvað eru margir andlegir einkaþjálfarar til taks þegar þú vilt koma þér í aukið andlegt form?
Nefnilega! Það er ekkert jafnvægi þarna á milli og við ætlum að breyta því, þú og ég!
Þetta "quote" eftir Dalai Lama segir allt sem segja þarf!
"The planet does not need more successful people. The planet desperately needs more peacemakers, healers, restorers, storytellers and lovers of all kinds"
Ef þú ert sammála þessu þá höfum við verk að vinna!
ÉG VIL SKRÁ MIG!
Skráning: hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is
ER NÁMIÐ FYRIR MIG?
Ef þú svarar meirihlutanum játandi, þá er þetta eitthvað sem þú ættir virkilega að skoða nánar!
- Viltu koma þér í þitt allra besta andlega form?
- Öðlast aukið sjálfstraust, innri frið og hugarró?
- Dreymir þig um að starfa við að hjálpa öðrum að líða margfalt betur?
- Ertu gjörn/gjarn á því að fólk leiti til þín til að fá ráðleggingar eða álit?
- Er þinn innri kjarni að kalla á breytingar í nærumhverfinu eða heiminum öllum?
- Finnur þú innra með þér að lífið er miklu meira virði en bara að vinna 9-17 og greiða reikninga?
- Ertu leitandi að tilganginum þínum eða réttri hillu í lífinu?
- Hefur þú upplifað erfiðleika í þínu lífi, kvíða, þunglyndi, krefjandi æsku, krefjandi samskipti, áföll, vera týnd með sjálfan þig eða annað og gætir hjálpað öðrum í sömu sporum?
- Langar þig að verða þinn eigin herra og starfa við það sem þú elskar?
- Langar þig að byggja upp starfsframa sem gefur þér frelsi til að starfa hvar sem er í heiminum?
- Langar þig að byggja upp starfsframa sem gefur þér frelsi til að starfa hvenær sem er yfir daginn eða þegar það hentar þér?
- Dreymir þig um að velja annað líf fyrir sjálfan þig heldur en það sem samfélagið ætlast til af þér?
- Ertu týnd í lífinu, á krossgötum eða einfaldlega að mygla í vinnunni sem þú ert í núna og vilt róttækar breytingar?
- Ertu með hugrekki til að stíga vel út fyrir þægindarammann?
- Viltu starfa sem andlegur einkaþjálfari og búa til árangursríkt námskeið í andlegri einkaþjálfun?
Þá er þetta nám og starf sniðið fyrir þig!
SKRÁNING: :
Til að skrá sig á janúar önnina þarf að greiða skráningargjald til að festa plássið.
*Takmarkað pláss í boði
*Skráningargjald:
EUR 350 / 50.000 kr. (óafturkræft)
Ég vil skrá mig í nám í andlegri einkaþjálfun og hefja þessa dásamlegu andlegu vegferð!
Sendu póst á: hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is
UM NÁMIÐ
Um er að ræða 280 klst. þriggja anna nám sem gefur þér sjálfsöryggi til að starfa sem andlegur einkaþjálfari. Þú ferð í
allsherjar sjálfsrækt og lærir síðan að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. Það er einnig farið djúpt í viðskiptahliðina og
hvernig þú getur skapað þér atvinnutækifæri sem andlegur einkaþjálfari að námi loknu. Það er mikið aðhald í náminu og
þú færð einn einkatíma einu sinni í mánuði (nema í jóla- og sumarfríum) og aðgang að kennara allan námstímann.
Þú færð einnig aðgang að innri vef þar sem þú nálgast öll kennslugögn.
Námið fer fram í gegnum netið og þú getur sinnt því á þeim tíma sem hentar þér og hvar sem er í heiminum.
*Nákvæm námskrá og tímasetningar afhent við skráningu. En hér fyrir neðan má sjá grófa hugmynd að uppsetningu námsins.
NÁMSKRÁ
*Með fyrirvara um breytingar
ÖNN 1 - Byrjum fjörið!
- Markviss sjálfsrækt - þú verður fyrst að taka sjálfan þig í gegn andlega áður en þú hjálpar öðrum að gera slíkt hið sama.
- Mánaðarlegur fróðleikur, verkefnavinna og verkefnaskil.
- ÉG 101 Þú munt kynnast þér upp á nýtt!
- Við tökum á öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða og þú færð nýja sýn á sjálfa þig, aðra og lífið almennt
- Hvernig þú getur verið besta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér.
- Netfundir (Google Meet) einu sinni til tvisvar í mánuði og mikið aðhald í náminu.
- Einkatími með kennara einu sinni í mánuði, tíminn er í 30-60 mínútur í senn. (Google Meet/Messenger)
- Ótal margt fleira
ÖNN 2 - Markviss sjálfsvinna (framhald) - Skapa atvinnutækifæri!
- Markviss sjálfsrækt heldur áfram - förum enn dýpra. Þú ferð að sjá sjálfan þig, aðra og lífið almennt í nýju ljósi
- Atvinnutækifæri
- Samfélagsmiðlar
- Þinn markhópur og hvernig þú getur nálgast hann
- Facebook síða
- Undirbúningur fyrir 3 sjálfboðaliða
- og margt fleira!
ÖNN 3 - Að hjálpa öðrum að blómsta! - Útskrift!
- Markviss sjálfsrækt - framhald
- Hvaða leið vilt þú fara?
- Stofnun fyrirtækja
- námskeiðsgerð - Að búa til námskeið
- Að taka á móti 3 sjálfboðaliðum í tíma - framhald
- Skila þarf öllum verkefnum og klára að leiðbeina 3 einstaklingum í gegnum 6 skipti til að útskrifast.
- Útskrift og viðurkenningaskjal - Þú færð titilinn, andlegur einkaþjálfari og verður tilbúin/n að hjálpa öðrum að blómstra í sínu lífi.
Að loknu námi færðu afhent viðurkenningaskjal sem gefur þér tækifæri til að starfa sem andlegur einkaþjálfari.
Fjárfesting til framtíðar
Heildarverð: EUR: 4.000 - ISK: 590.000 kr. (3 annir - 15 mánuðir)
*Hægt að skipta greiðslum á alla kanta og hámark með 15 mánaða greiðsludreifingu
* 10% staðgreiðslu afsláttur
*Staðfestingagjald: EUR 350 - ISK: 50.000 kr. (til að festa pláss við skráningu og er óafturkræft)
*Takmarkað pláss
Framtíðin er þín!
UMSAGNIR
"Þetta er besta gjöfin sem ég hef gefið sjálfri mér, ég elska þetta nám og þessa kennara þvílíkir gullmolar sem þær eru og Hrafnhildur á stærsta og mesta hrós skilið fyrir frábæra uppsetningu á náminu. Ég var orðin rosalega andlega þreytt þegar að ég skráði mig í þetta nám, ég var að týna sjálfri mér í hugsunum mínum og leyfði huganum að taka yfir ég var hætt að stjórna, hugsanirnar stjórnuðu mér en í dag stjórna ég og þvílíkur munur. Ég hef náð órtúlega góðum árangri með hugsanir mínar, gleðina, jákvæðnina, þakklætið og kærleikinn en það besta er að ég lærði að elska sjálfa mig og þá get ég gefið svo miklu meira af mér. Það hefur orðið mikil breyting á mér á stuttum tíma og í dag er ég þakklát fyrir allar þær hindranir sem orðið hafa á vegi mínum í gegnum lífið og ég hef fyrirgefið bæði þeim og sjálfri mér því án allra þessara erfiðleika væri ég ekki hér í dag standandi upprétt með hendur upp í loft og með kreppta hnefa eins og sannur sigurvegari öskrandi af gleði. "
- Íris Fönn
"Þegar ég skráði mig í nám í andlegri einkaþjálfun óraði mig ekki fyrir þeirri breytingu sem átti eftir að gerast í mínu lífi. Ég er svo óendanlega þakklát kennurunum okkar sem eru svo innilega dásamlegar, og þá sérstaklega Hrafnhildi fyrir að hafa lagt í þetta risa verkefni að setja þetta nám saman, án hennar væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Það er svo dýrmætt að getað fyrirgefið og mætt hverjum degi með jákvæðni og gleði og læra að elska lífið og sjálfa mig. Að finna fyrir allri þeirri ást, hamingju og kærleik sem umvefur mig alla daga er svo magnað og getað dregið lærdóm af öllum þeim hindrunum sem hafa verið lagðar fyrir mig í lífinu, þetta lærði ég einfaldlega með þeim verkfærum sem mér voru rétt í þeirri andlegu vegferð sem ég lagði af stað í, þegar ég tók eina af bestu ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið. "
- Sonja
“Ég ákvað að fara í nám í Andlegri einkaþjálfun þar sem ég sá það auglýst á samfélagsmiðlum. Þarna væri kærkomið tækifæri fyrir mig að vinna í sjálfri mér og ég sá strax að þetta var eitthvað sem ég gæti nýtt mér þar sem þetta er nám sem þekur þrjár annir og að þannig gæti ég unnið í sjálfri mér og með sjálfa mig í lengri tíma en í einhverju helgarnámskeiði. Það er góð ákvörðun að velja nám í Andlegri einkaþjálfun og bónusinn er að kynnast svo mörgum sem eru á sömu leið í lífinu. Ég mæli eindregið með því að leita til Hrafnhildar hvort sem það er í námi eða bara að nýta sér hennar kosti sem meðferðaraðila í Andlegri einkaþjálfun því við þurfum öll á því að halda að vera í góðu formi bæði andlega og líkamlega“
- Svava Bjarnadóttir
“Ég er búin með fyrstu önnina mína í að verða andlegur einkaþjálfari en fyrir rúmu ári síðan kláraði ég árs vinnu í andlegri einkaþjálfun hjá Hrafnhildi. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að fara í gegnum þetta ferli aftur, en í fyrra skiptið kom ég inn með ákveðið verkefni sem ég þurfti að vinna í og vinnan sem ég vann hefur svo sannarlega bætt lífið. Núna fer ég í gegnum þetta ferli á annan hátt þar sem ég er ekki að einblína bara á eitthvað eitt verkefni heldur bara að auka hamingjuna og vonandi get ég í framhaldinu hjálpað öðrum að líða betur. Hrafnhildur er einstök. Hún hjálpar manni að horfa á lífið út frá öðrum hliðum og hvernig maður sjálfur getur bætt líðan sína og aukið sína hamingju. Andleg einkaþjálfun er eitthvað sem allir ættu að skoða því andlega heilsan okkar er ekki síður mikilvæg en líkamleg heilsa. Maður þarf ekki að vera að ganga í gegnum erfiðleika til þess að að fara í gegnum andlega einkaþjálfun heldur bara til þess að auka lífsgæði og hamingju sína.“
– Arna
“Nám í andlegri einkaþjálfun hjá Hrafnhildi hefur gefið mér kraft og verkfæri til þess að finna sjálfa mig á ný. Áður en ég hafði samband við Hrafnhildi var ég komin svo langt frá mínu sjálfi að ég þekkti mig ekki lengur og fann lítinn tilgang í lífinu annan en að hugsa um aðra. Í dag set ég mig í forgang. Að rækta andlegu hliðina er besta gjöfin sem ég hef gefið sjálfri mér.”
– Rósa Líf
Fleiri umsagnir má finna hér:
Umsagnir
Ég vil skrá mig í nám í andlegri einkaþjálfun
Sendu póst á: hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is
Ég tek vel á móti þér!
Knús,
Hrafnhildur