Að koma sér í andlegt form er sennilega dýrmætasta fjárfesting sem þú getur gefið þér.

Þegar þér fer að líða betur andlega þá upplifir þú jákvæðar breytingar í þínu lífi.

Ekki halda þér lengur frá betra lífi og meiri vellíðan.


Skráðu þig núna og fáðu leiðbeiningar og aðhaldið sem þú þarft til að ná árangri.

 
 

ÞÚ ERT AÐEINS NOKKRUM SKREFUM FRÁ BETRI LÍÐAN!

Ertu tilbúin(n) að hefja nýjan kafla í þínu lífi og skapa þér það líf sem þú átt skilið? Trúir þú því að þú átt allt það besta skilið? Ef ekki, þá er sko aldeilis kominn tími til að þú farir að sjá sjálfan þig og lífið í nýju ljósi. Hafðu samband strax í dag og komdu þér markvisst í andlegt form!
 
 

EINKAÞJÁLFUN


Í einkaþjálfun færðu sennilega hvað mest út úr þjálfuninni því hún er einstaklingsmiðuð og því sniðin að þínum þörfum. Í hverjum tíma, sem er einkatími, finnur leiðbeinandi ráðleggingar, fróðleik og verkefni sem henta þér sérstaklega miðað við þau mál sem þú kemur með í tímann.

Hver tími í einkaþjálfun er í 60 mínútur í senn sem gefur afar góðan tíma til að fara yfir málin og þú færð aðhaldið sem þarf til að ná sem mestum árangri.


Þjálfunin er hugsuð sem 12 skipti á 3-4 vikna fresti og það aðhald, að vera ávallt með annan tíma bókaðan, hefur reynst ótrúlega vel, því það mun halda þér við efnið. En þú getur valið 3, 6 eða 12 mánaða þjálfun

Þjálfunin byggir á þerapíunni
„Lærðu að elska þig“ eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur.

Ég hlakka mikið til að vinna með þér og leiðbeina þér eftir fremsta megni að byggja þig og þitt líf upp nákvæmlega eins og þú vilt hafa það!

ATH! Ef leiðbeinandi er erlendis fer tíminn fram í gegnum Skype. Einnig er hægt að velja að taka tímana alltaf í gegnum Skype ef þú býrð til dæmis út á landi eða erlendis.

 

Í einkaþjálfun lærir þú að:
• Standa með sjálfri/sjálfum þér
• Setja meiri kærleik í samskipti við aðra í kringum þig
• Setja þig í fyrsta sæti
• Elska þig skilyrðislaust
• Öðlast meiri jákvæðni inn í líf þitt
• Ná tökum á huganum
• Öðlast aukið sjálfstraust
• Finnast þú vera nóg
• Hlusta betur á innsæið
• Þekkja sjálfan þig mun betur
• Sættast við þig

 

ÞRJÁR LEIÐIR Í BOÐI


 

UM ANDLEGA EINKAÞJÁLFUN


Andleg einkaþjálfun er sniðin fyrir þig ef þú vilt fá leiðsögn og gott aðhald við að koma þér á betri stað andlega og í lífinu almennt.

Um tvær mismunandi leiðir er að ræða og hvort sem þú velur einkaþjálfun eða fjarþjálfun þá munu þessar leiðir, á mismunandi hátt, koma þér í andlegt form á öðruvísi og skemmtilegan hátt.

Það eru engar skyndilausnir og þjálfunin er byggð upp á jöfnum og góðum skrefum í jákvæða átt. Hugsaðu þér hvar þú verður eftir eitt ár ef þú byrjar í dag að koma þér í andlegt form. Eftir markvissa andlega þjálfun fer þér að líða miklu betur og þá mun svo margt annað í þínu lífi smella í réttan farveg.

Þjálfunin byggir á þerapíunni „Lærðu að elska þig“ eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur.

Ég hlakka mikið til að vinna með þér og leiðbeina þér eftir fremsta megni að byggja þig og þitt líf upp nákvæmlega eins og þú vilt hafa það!

 

Þjálfunin tekur á:

- Þunglyndi
- Depurð
- Kvíða
- Lágu sjálfsmati
- Erfiðri æsku
- Erfiðum samskiptum
- Vanlíðan
- Óhamingju
Hrafnhildur J. Moestrup
Andlegur einkaþjálfari

Menntun:
Spiritual Life Coach, nemandi.

Leiðbeinendanám í þerapíunni "Lærðu að elska þig" eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur.

Háskólinn í Reykjavík, viðskiptafræði (2,5 ár)
B.S. ritgerð: Mikilvægi menningarlæsis fyrir viðskipti milli Íslands og Kína.

Háskóli Íslands, viðskiptatengd kínverska (1 ár)

Reynsla:
Ég veit af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að leita sér aðstoðar og hversu erfið fyrstu skrefin geta verið. Fyrir nokkrum árum síðan var ég nefnilega sjálf stödd þar og komin í andlegt gjaldþrot.
Ég tók ákvörðun um að koma mér í andlegt form og furðaði mig á því hvað lítið væri í boði í þeim efnum. Hvert leitar maður? Hvað les maður? Hvernig kemur maður sér almennt í andlegt form?

Eftir nokkra tíma hjá sálfræðingi, sem ég sá fljótt að var ekki mín vegferð, þá kynntist ég þerapíunni "Lærðu að elska þig" og fann fljótt að þetta var akkúrat það sem ég þurfti á að halda.
Þessi þerapía hefur gjörbreytt mínu lífi, hvernig ég hugsa, hvernig ég horfi á fólk og samskipti...og svo ótrúlega margt fleira!

Helstu ástæður þess að ég ákvað sjálf að læra þessa þerapíu og miðla henni áfram er sú, að fyrst hún hjálpaði mér svona mikið í mínu lífi, þá vissi ég að hún myndi hjálpa fleirum. Með þá vitneskju var ekki aftur snúið.


HAFÐU SAMBAND

Þú getur annað hvort sent mér tölvupóst eða sent mér skilaboð í gegnum síðuna undir SKRÁ MIG.

hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is