Hæ, ég heiti Hrafnhildur J. Moestrup 
Ég er algjör ævintýrakona og gjörsamlega elska lífið, með öllum sínum upp- og niðursveiflum. Ég er með brennandi áhuga  á öllu sem viðkemur andlegri heilsu og tel það vera allra besta formið sem við getum verið í um ævina! Ég er svo lánsöm að fá að lifa tilganginn minn í þessu lífi og starfa við það sem ég elska, sem er að leiðbeina öðrum að líða margfalt betur með sjálfan sig og lífið almennt. Það er magnað að fá að vera samferða þessum einstaklingum sem til mín leita og vera ogguponsulítill partur af þeirra andlegu vegferð.

Ef þú ert í vanlíðan af einhverjum ástæðum og ert búin/n að fá upp í kok á því að líða illa, haltu þá áfram að fræðast um andlega einkaþjálfun og brot úr "minni sögu" hér fyrir neðan. Það er þinn fæðingaréttur að lifa lífinu í mun meiri vellíðan, með hugarró og full/ur af lífsgleði. Það er hins vegar þitt val að halda þér fastri/föstum í vanlíðan.

Ef þú ert tilbúin/n fyrir breytingar í þínu lífi ekki hika við að hafa samband.

Ég tek svo sannarlega vel á móti þér!

Knús,
Hrafnhildur
hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is
Brot úr minni sögu
Fyrir um það bil 8 árum síðan var ég sjálf í allsherjar tilvistarkreppu og þurfti að gera róttækar breytingar á mínu lífi. Ég hafði lengi haft sterka tilfinningu að ég væri ekki að lifa því lífi sem mér væri ætlað og var eirðalaus í leitinni að tilganginum mínum. Ég var sífellt leitandi og hoppaði úr einu í annað til þess að reyna að fylla upp í þetta tómarúm sem ég fann fyrir. Ég fann mig einhvern veginn hvergi og fannst ég ekki passa neinsstaðar inn. En það var svo sem ekkert skrítið að ég fann aldrei það sem ég var að leita að, þar sem ég var að leita á kolvitlausum stöðum og allsstaðar fyrir utan sjálfan mig. Það var ekki fyrr en ég fór að beina leitinni eingöngu hið innra með mér að svörin komu til mín á færibandi. Það þýðir hins vegar ekki að það hafi gerst á stuttum tíma, heldur hefur það tekið mörg ár með markvissri sjálfsrækt. Ég þurfti að leggja upp í þessa andlegu vegferð og það má segja að ég hafi "vaknað" fyrst fyrir alvöru fyrir 8 árum síðan, en hef síðan þá passað vel upp á að halda mér vakandi og í andlegu formi.
Af hverju get ég leiðbeint þér?
Því ég veit fyrir víst hversu erfitt það getur verið að leita sér aðstoðar, ég hef sjálf verið í þeim sporum. Ég man ennþá tilfinninguna að þurfa að hringja og panta tíma hjá sálfræðingi og tilhugsunin að þurfa síðan að mæta á staðinn og fara  í tíma. Ég var svo hrædd um að einhver myndi sjá mig á biðstofunni og hvað átti ég þá að segja? Já, ég var stödd þar með sjálfan mig og vildi ekki að nokkur maður myndi vita að ég, fröken jákvæð.is, væri í einhverri vanlíðan og þyrfti á aðstoð að halda. Ég var í algjörum feluleik og var einfaldlega ekki tilbúin að deila með öðrum hvernig mér leið í raun og veru. En á þessum tímapunkti var ég með bullandi kvíða og mér fannst hugur minn ekki ná utan um eina einustu hugsun. Þar sem ég greindi sjálfa mig með kvíða þá hóf ég mína vegferð hjá Kvíðameðferðarstöðinni, en eftir aðeins tvo tíma þar sá ég að þetta var ekki nálgun sem hentaði mér, en var staðráðin að láta þar ekki staðar numið því ég var "on a mission" í átt að betri andlegri líðan og með markmið um að koma sjálfri mér í mitt allra besta andlega form. Eitthvað sem mér hafði aldrei dottið í hug áður að gera.

Það er ekkert smá góð tilfinning að vera í andlegu formi sem er að mínu mati besta formið sem þú getur verið í. Nú er það mitt markmið að halda mér í hárri orku, lifa lífinu lifandi og hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama!

Ég get því svo sannarlega leiðbeint þér að snúa þínu lífi við ef þú ert tilbúin/n að hefja þá vegferð! Þetta gerist nefnilega ekki að sjálfum sér og engin skyndilausn getur komið þér þangað.  Það liggur mikil sjálfsrækt þarna á bakvið og það er vinna sem flestir leggja aldrei upp í. Verður þú ein/n að þeim sem ferð í gegnum lífið án þess að vita raunverulega hver þú ert í kjarnanum þínum, hvað þig langar og hvert þú ert að stefna?

              Ég get leiðbeint þér ef:
                  - Þú ert föst/fastur á stað sem þú vilt ekki vera á en einhverra hluta vegna kemst ekki þaðan upp
                  - Þú ert týnd/ur í lífinu
                  - þú ert alltaf leitandi að einhverju en veist í raun ekki hverju þú ert að leita að
                  - Þú ert á krossgötum í lífinu
                  - Þú varst að skilja við maka þinn og ert reið/reiður eða hugur þinn fullur af neikvæðni
                  - Þú ert með æskuna/fortíðina á þínum herðum en veist ekki hvernig þú átt að vinna með hana og losa þig
                    við neikvæðar hugsanir
                  - Þú þarft nauðsynlega á hugarfarsbreytingu að halda 
                  - Þú ert með sjálfsniðurrifs stefið sönglandi í huganum og ert að efast um eigið ágæti.
                  - Þú ert með sjálfshatur, sjálfs gagnrýni eða óánægð/ur með sjálfan þig
                  - Þú ert að upplifa kvíða
                  - Þú ert að upplifa þunglyndi eða depurð
                  - Þú átt í erfiðum samskiptum við aðra í kringum þig
                  - Þú ert orðin/n þreytt/ur á því að vera í vanlíðan
                  - Þú vilt breytingar í þínu lífi
                  - þú ert tilbúin/n að upplifa meiri hamingju í lífinu
                  - Þú  ert tilbúin/n fyrir meiri vellíðan
                  - Þú ert tilbúin/n að leyfa þér að blómstra í lífinu

               Ég tek vel á móti þér!

        
Menntun
Leiðbeinandi í þerapíunni Lærðu að elska þig, eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur

Háskóli Íslands
Viðskipta kínverska ( 1 ár )

Háskólinn í Reykjavík
Viðskiptafræði (2,5 ár)
Bsc ritgerð: Mikilvægi menningarlæsis fyrir viðskipti milli Íslands og Kína

Scroll to Top