Andlegir einkaþjálfarar

ARNBJÖRG KJARTANSDÓTTIR – ANDLEGUR EINKAÞJÁLFARI
*Útskrift desember 2021
Hæ :D

Ég heiti Arnbjörg en hef alltaf verið kölluð Adda.

Ég hef brallað ýmislegt um ævina þó hún sé ekki lengri, en ég er matartæknir, Kundalini Yogakennari og Andlegur Einkaþjálfari, bráðum Reiki meistari og Persónulegur Einkaþjálfari. Að auki er ég listakona og mikil áhugamanneskja á öllu sem viðkemur andlegum málefnum.

Ég er einstæð 4 barna móðir og kom mér í mjög slæmt kulnunar ástand eftir ótal áföll fyrir 4 árum síðan, fyrir það var ég alltaf í mikilli hreyfingu og í góðu formi og það er fyrst seint á árinu 2021 sem ég er að ná líkamanum aftur með mér í lið, eftir 2 ár í starfsendurhæfingu í gegnum Virk sem leiddi mig í Yogakennaranámið, eftir það fann ég að það vantaði meira uppá að ég væri þar sem ég vildi vera með sjálfa mig og þá datt kennari í Andlegri einkaþjálfun uppí hendurnar á mér sem kenndi mér allt um það hver ÉG er. það er svo magnað hvað andlega og líkamlega heilsan spilar mikið saman og það er mín ástríða að geta hjálpað sem flestum að komast eins langt með sjálfan sig bæði andlega og líkamlega, finna sinn innri kjarna og læra að hlusta á líkamann og hjartað, elska sjálfan sig skilyrðislaust.

Nú er komið að því að ég miðli öllum þessum fróðleik til allra sem virkilega vilja lifa lífinu lifandi.
Ég hlakka til að heyra frá þér – ég tek við öllum spurningum og vangaveltum. <3

Facebook: https://www.facebook.com/BeYou-mental-coachingandleg-einka%C3%BEj%C3%A1lfun-100928395594780 
Instagram: adda_andlegureinkathjalfari
BRYNJA EMILSDÓTTIR – ANDLEGUR EINKAÞJÁLFARI
*Útskrift mars 202
2
Hver er Brynja Emilsdóttir?

Ég hef alla tíð haft unun af því að viða að mér nýjum hlutum og er sólgin í allt sem tengist sköpun og vellíðan. Hvort sem það tengist líkamlegri vellíðan eða andlegri.

Lífsreynsla mín er ekki síður mikilvæg en hún hefur kennt mér ýmislegt í gegnum nám, störf og bara lífið sjálft sem ég get með engu móti legið á og vil því frekar miðla henni áfram.
Snemma sinnti ég sköpunarhliðinni og útskrifaðist úr Textíldeild Listaháskólans. Bætti við mig námi í fatatækni og hönnun í Barcelona þar sem ég viðaði að mér mikilli reynslu í námi og starfi. Síðar vann ég við útivistarhönnun í nokkur ár, og á sama tíma og ég byggði upp eitt af því sem hefur fylgt mér alla tíð sem er að endurnýta textíl sem fyrir er til og gefa honum nýtt líf. Barnaföt og heimilistextíll urðu fyrir valinu í fyrstu undir merkinu Besla. Seinna fór ég í meistaranám í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands. 

Ég hef í gegnum tíðina, kennt á ýmsum skólastigum, leikskóla, Myndlistarskólanum í Reykjavík og núna er aðalstarf mitt textíl- og jógakennari við Hagaskóla í Reykjavík.

Ég, eins og flestir sem komnir eru á miðjan aldur, hef gengið í gegnum ýmislegt, höfnun, skilnað, missi og síðast kulnun.
Andleg heilsa er okkur svo mikilvæg og alls ekki síður en sú líkamlega.Ég hef lokið 280 stunda Hatha jógakennaranám og 20 stunda jóga nidra kennaranámi sem vissulega byggir á báðum þáttum. Ég varð algjörlega heilluð af Andlegri einkaþjálfun hjá Hrafnhildi Moestrup og hennar prógrammi. Gagnvirk þjálfun sem ég sá fljótt árangur af. Seinna fór hún á stað með kennaranám í Andlegri einkaþjálfun og er það eitt af því besta sem ég hef gefið sjálfri mér.

Upp úr náminu fæddist BeSlow conceptið þar sem ég kynni hægan lífstíl í bland við hæga hönnun. Meðvitund um að njóta líðandi stundar í sátt við umhverfið.

Viltu næra þig, finna ró, styrk og ná að blómstra sem aldrei fyrr?
Það er mín von að ég fái tækifæri til að miðla til þín öllu því sem ég hef sankað að mér í gegnum nám og starf. 
Hlakka til að heyra frá þér!

heimasíða: www.beslow.is
instagram: be_s_l_o_w
netfang: beslowlifestyle@gmail.com
KOLBRÚN ÝR GUNNARSDÓTTIR – ANDLEGUR EINKAÞJÁLFARI
*Útskrift desember 2021
Ég er Kolbrún, konan bak við Lifðu betur með þér. Eitt af mínum áhugasviðum er fólk og mannshugurinn og hvernig við getum látið okkur líða betur. Ég hef mikla þörf fyrir að skapa og læra eitthvað nýtt um lífið og tilveruna og í stað þess að sitja á því langar mig að miðla því sem ég hef lært, ekki síður frá lífsreynslu en menntun.

Það er mín einlæga von að ég geti hjálpað öðrum að eignast innihaldsríkara líf og komast í betra andlegt form ... helst sitt allra besta! 

Aðeins um mína menntun ... Ég fór sjálf í Andlega Einkaþjálfun hjá Hrafnhildi Moestrup fyrir nokkrum árum og varð alveg heilluð af hennar nálgun til þess að öðlast betra líf. Ég hóf svo nám mitt í Jákvæðri Sálfræði og er með dipl. master í því, sem hefur bætt enn betur í mína verkfærakistu. Sama ár ákvað ég líka að fara í kennaranám hjá Hrafnhildi og útskrifast sem Andlegur Einkaþjálfi í des 2021. Ég hef alltaf haft áhuga á orkufræðum og hvernig við getum lagað orkuna okkur til vellíðunar og fór á námskeið í Energy Medicine og Access Bars orkumeðferðarnálgun sem mér finnst smellpassa inn í vellíðunarprógrammið mitt þar sem ég hjálpa fólki að losa um orkustíflur. Ég ætlaði að verða dansari þegar ég var yngri og verð hreinlega að hreyfa mig til að halda andlegri og líkamlegri heilsu og  ég lét langþráðan draum verða að veruleika þegar ég öðlaðist rétttindi í lok 2021 sem Hatha jógakennari, í þeirri tegund af jóga er m.a. lögð áhersla á öndunaræfingar og hugleiðslu. Ég er með kennararéttindi sem ég öðlaðist fyrir tveimur áratugum og er einnig með hönnunarnám frá IED Barcelona í mínu farteski en stór hluti af mér er mjög skapandi og ég þarf ávallt að vera að sinna þeirri hlið af mér líka og vinn einnig sem skartgripahönnuður með umhverfisvænt skart fyrir Kolbrun og Vakir. Ég hef frá því í sept 2021 verið gestakennari í kennaranáminu í Andlegri Einkaþjálfun hjá Hrafnhildi.

Ég hlakka mjög mikið til þess að kynnast þér og þar sem ég er "kvót" sjúk þá vil ég setja hér uppáhalds kvótið mitt sem að kom mér í þessa vegferð: 
"YOU CREATE YOUR OWN HAPPIENESS" og ég hef fulla trú á því að ég geti hjálpað þér þangað ❤

Heimasíða: https://www.lifdubeturmedther.is/
Facebook: https://www.facebook.com/lifdubeturmedther
Instagram: lifdubeturmedther
HELGA KATRÍN STEFÁNSDÓTTIR – ANDLEGUR EINKAÞJÁLFARI
*Útskrift desember 2021
Hæ, ég heiti Helga Katrín Stefánsdóttir og er andlegur einkaþjálfari. Ég er konan á bakvið síðuna Andleg Vellíðan – Andleg einkaþjálfun.

Ég er algjör ævintýramanneskja finnst gaman að lifa lífinu eins og ég sé að snúa áttarvita með öllum þeim upp og niðursveiflum sem lífið kemur með. 
Ég var lánsöm að hafa fundið andlega einkaþjálfun sem hefur gefið mér þau verkfæri að vera í betri vellíðan, meiri núvitund ásamt því að það hefur gefið mér tækifæri við að leiðbeina öðrum að líða betur með sjálfa sig og lífið almennt.

Ef þú ert í vanlíðan af einhverjum ástæðum og ert búin/n að fá nóg af því að líða illa, haltu þá áfram að fræðast um andlega einkaþjálfun því það gæti hjálpað þér á þinni vegferð að betri andlegri líðan.

Ég tek svo sannarlega vel á móti þér!

Facebook: https://www.facebook.com/andlegvellidan
Instagram: Andlegvellidan
RAKEL SIGURÐARDÓTTIR – ANDLEGUR EINKAÞJÁLFARI
*Útskrift desember 2021
Hæ 🤗 Ég heiti Rakel og er stoltur andlegur einkaþjálfari. Ég er einnig lærð leikkona og var það mitt wake up call þegar ég kláraði það nám og hljóp á minn vegg og þurfti heldur betur að taka til í mér sjálfri. Ég fylgdi hjörðinni og gerði það sem ég hélt að ég ætti að gera, þangað til að það var ekki að virka fyrir mig og ég þráði að fá að vera ég sjálf og líða vel. Tengirðu við það ? Ég vissi hinsvegar ekki hvernig ég færi að því þar sem ég var komin svo langt frá mér sjálfri og vissi ekkert hvernig ég ætti að snúa mér að þessu. Andleg einkaþjálfun kom eins og kölluð til mín og heldur betur gaf mér nýja sýn á lífið, mig sjálfa og umhverfið. Vitandi hvernig er að upplifa kvíðaköst og vanlíðan, en vitandi núna að það er alls ekki þörf á því að eyða lífinu þannig, er það mín ástríða að hjálpa ÞÉR að verða besta útgáfan af þér sjálfri og lifa lífinu í meiri gleði og frelsi. Hljómar það ekki svoldið mikið vel 🥰🤩 

Ég hlakka til að heyra frá þér - ég tek við öllum spurningum og vangaveltum. 

Heimasíða: https://www.rakelsig.is/
Facebook: https://www.facebook.com/rakelandlegureinkathjalfari
Instagram: rakelandlegureinkathjalfari
ARNA MAGNÚSDÓTTIR – ANDLEGUR EINKAÞJÁLFARI
*Útskrift desember 2021
Hæ, ég heiti Arna og er andlegur einkaþjálfari.

Fólk, andleg og líkamleg heilsa hefur alltaf verið það sem ég hef haft mikinn áhuga á. Afhverju erum við eins og við erum og hvað getum við gert til þess að líða betur.

Ég hef annast fólk alla mína starfsævi þar sem ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2004 og svo sem svæfingahjúkrunarfræðingur 2012. 

Eftir að ég fór sjálf í andlega einkaþjálfun hjá Hrafnhildi J. Moestrup þá vaknaði enn meiri áhugi á andlegri heilsu og eftir að ég byrjaði að læra að verða andlegur einkaþjálfari þá hefur áhugi minn á að hjálpa öðru fólki að ná því besta út úr sínu lífi aukist enn meira.

Er komin tími á að gera breytingar í þínu lífi þá er ég svo sannarlega til í að hjálpa þér að hefja þá vegferð. 

Facebook: https://www.facebook.com/profile.php?id=100076902077191
Instagram: egandlegeinkathjalfun

Hlakka til að heyra frá þér 💛

Arna 
SVAVA BJARNADÓTTIR – ANDLEGUR EINKAÞJÁLFARI
*Útskrift desember 2021
Ég heiti Svava og er eigandi heilsusíðunnar „Tvær Sjörnur“  
Ég er Andlegur einkaþjálfari, Reikimeistari og I AM YOGA NIDRA kennari. Ég hef áhuga á öllu því sem við kemur andlegri líðan og sjálfsrækt. 

Ég er sjúkraliði og elska að vinna með fólk hvort sem það er við umönnun eða að hjálpa þeim sem eru leitandi í lífinu og vilja finna sinn innri kjarna og læra að elska sjálfa sig. 

Andleg einkaþjálfun hjálpaði mér að finna mitt innra barn og heila það í leit að betri líðan. Það hefur tekist með góðri þjálfun og mikilli sjálfsvinnu. Ég býð uppá  námskeið í heilun, sjálfsstyrkingu og andlegri líðan ásamt því að halda vel utan um hópana mína sem útskrifast frá mér. Ef þú vilt verða hluti af slíkum hópi þá er hægt að skoða heimasíðuna mína og bóka tíma. Ég tek vel á móti þér. 

Heimasíða: https://tvaerstjornur.is/
Facebook: https://www.facebook.com/tvaerstjornur
Instagram: sb_andlegeinkathjalfun 
Scroll to Top