Hvað er andleg einkaþjálfun?

Andleg einkaþjálfun er prógram sem kemur þér í þitt allra besta andlega form.

Hversu oft hefur þú hugsað um að koma þér í líkamlegt form?
En hversu oft hefur þú hugsað um að koma þér í andlegt form?

Hvort heldur þú að þú þurfir meira á að halda akkúrat núna?

Andleg einkaþjálfun er markviss þjálfun sem hentar bæði konum og körlum á öllum aldri sem vilja ná betri tökum á sér sjálfum eða lífinu almennt.  Þjálfunin er fyrir þig ef þú ert virkilega tilbún/n að gera breytingar á þínu lífi, trúir því að þú eigir betra skilið og ert búin/n að fá nóg af því að vera í vanlíðan.

Þjálfunin hentar þér ef þú ert að upplifa eða hefur upplifað:  
– vanlíðan 
– þunglyndi
– depurð
– kvíða
– neikvæðan huga / ofhugsanir / þráhyggju / afbrýðissemi
– sambandsslit / ástarsorg
– reiði, pirring, gremju
– ef æskan/fortíðin er alltaf reglulega að banka á dyrnar hjá þér
– krefjandi einstaklinga / erfið samskipti við aðra
– að vera týnd/ur eða leitandi í lífinu
– að finnast þú ekki hafa sterkan tilgang
– að finnast þú ekki vera á réttri hillu í lífinu
– ert með lágt sjálfstraust
– ert að efast um eigið ágæti
– ert með sjálfsniðurrif
– að vera búin/n að vanrækja sjálfan þig alltof lengi
– listinn er langur! 

6 og 12 mánaða andlega einkaþjálfunin fer í gegnum þetta allt sem kemur fram hér að ofan! 

Nafnið Andleg einkaþjálfun

Það var einmitt á köldum degi í desember árið 2015 sem ég þurfti að spyrja mig að nákvæmlega sömu spurningum og hér fyrir ofan, hvað þarf ég meira á að halda núna, að koma mér í andlegt form eða líkamlegt? En, nafnið Andleg einkaþjálfun kom til þegar ég var sjálf að hefja mína andlegu vegferð þegar ég var komin á “botninn” með sjálfan mig andlega og varð að gera eitthvað í mínum málum.  Þar sem þetta var í kringum áramót velti ég fyrir mér hvort ég ætti að strengja áramótaheit það árið (sem ég geri vanalega ekki). Ég furðaði mig á því hversu fljótt hugurinn fór í líkamlegt form og hvað ég þyrfti að taka á í þeim efnum og hvort það væri ekki sniðugt að fá sér einkaþjálfara til að koma sér í gang. En svo allt í einu áttaði ég mig á því að það var bara alls ekki það sem ég þurfti á að halda, heldur þurfti ég miklu frekar að koma mér í andlegt form og setti risastórt spurningamerki við af hverju það væru ekki til andlegir einkaþjálfarar. Ég hefði svo sannarlega þurft á einum slíkum að halda, því hvernig vinnur maður í sjáfum sér, hvert leitar maður, hvað les maður, við hvern talar maður, hvað þarf að vinna með í eigin fari, hvar byrjar maður og svo framvegis. Ég hafði ekki hugmynd. 

En ég var staðráðin að koma sjálfri mér í mitt allra besta andlega form og það markmið var mjög skýrt þó að útfærsluatriðið væri enn óljóst. Síðan þá hef ég verið í markvissri sjálfsrækt og hef gert algjöra U-beygju á mínu lífi, en hér áður var ég að eiga við kvíða, þunglyndi, depurð, var tilfinningalega aftengd, með sjálfsniðurrif af ýmsu tagi, átti í krefjandi samskiptum við vissa aðila í mínu lífi og var með 20 kg. af æsku á mínum herðum og ýmislegt fleira. 

Þar sem þessi nálgun hjálpaði mér svona mikið í mínu lífi vissi ég að hún myndi hjálpa öðrum og með þá vitneskju var ekki aftur snúið. Ég hef  starfað sem andlegur einkaþjálfari í yfir 5 ár og leiðbeint fjölda fólks í átt að betra lífi. Það er ekkert eins gefandi og að sjá aðra blómstra í sínu lífi.  Ég hef á undanförnum árum unnið að því að búa til námskeið sem ég hefði sjálf þurft á að halda þegar ég hóf mína andlegu vegferð, svo þú þurfir ekki að “eyða” jafn löngum tíma og ég að finna út úr því hvernig maður kemur sér almennt í andlegt form. Ég hef gert þá vinnu fyrir þig og það eina sem þú þarft að gera er að vera virkilega tilbúin/n að hefja þína andlegu vegferð og koma þér í þitt allra besta andlega form.

Hafðu samband ef þú ert tilbúin/n fyrir miklu meiri vellíðan. 

hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is 

Scroll to Top