Hvað er andleg einkaþjálfun?
Andleg einkaþjálfun er prógram sem kemur þér í þitt allra besta andlega form.

Hversu oft hefur þú hugsað um að koma þér í líkamlegt form, en hversu oft hefur þú hugsað um að koma þér í andlegt form? Hvort heldur þú að þú þurfir meira á að halda akkúrat núna?
 
Andleg einkaþjálfun er markviss þjálfun sem hentar bæði konum og körlum á öllum aldri sem vilja ná betri tökum á sér sjálfum, huganum sínum og lífinu almennt. Andlega þjálfunin er fyrir þig ef þú ert virkilega tilbún/n að gera breytingar á þínu lífi, trúir því að þú eigir mun betra skilið og ert búin/n að fá nóg af því að vera í vanlíðan. 
          
Þjálfunin hentar þér ef þú ert að upplifa eða hefur upplifað:  
                     - vanlíðan 
                     - þunglyndi
                     - depurð
                     - kvíða
                     - neikvæðan huga / ofhugsanir / þráhyggju / afbrýðissemi
                     - sambandsslit / ástarsorg
                     - reiði, pirring, gremju
                     - ef æskan/fortíðin er alltaf reglulega að banka á dyrnar hjá þér
                     - krefjandi einstaklinga / erfið samskipti við aðra
                     - að vera týnd/ur eða leitandi í lífinu
                     - að finnast þú ekki hafa sterkan tilgang
                     - að finnast þú ekki vera á réttri hillu í lífinu
                     - ert með lágt sjálfstraust
                     - ert að efast um eigið ágæti
                     - ert með sjálfsniðurrif
                     - að vera búin/n að vanrækja sjálfan þig alltof lengi
                     - listinn er langur! 
           12 mánaða andlega einkaþjálfunin fer í gegnum þetta allt sem kemur fram hér að ofan!

Hafðu samband strax í dag og hefjumst handa við að koma þér í þitt allra besta andlega form!
hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is 
Scroll to Top