Algengar spurningar

Andleg einkaþjálfun er prógram sem fer alfarið fram í gegnum netið og miðar að því að koma þér í þitt allra besta andlega form. Þú getur því sinnt þjálfuninni hvar sem er í heiminum og þegar hentar þér.

Andleg einkaþjálfun er bæði fyrir konur og karla sem vilja ná tökum sinni líðan. Þjálfunin er fyrir þá sem eru virkilega tilbúnir að  leggja upp í þessa andlegu vegferð og gera breytingar á sínu lífi.

Þjálfunin hentar þér ef þú ert eða hefur upplifað:
– vanlíðan
– þunglyndi, depurð
– kvíða
– neikvæðan huga / ofhugsanir / þráhyggju / afbrýðissemi
– sambandsslit / ástarsorg
– reiði, pirring, gremju
– krejandi einstaklinga / erfið samskipti
– að vera týnd/ur eða leitandi í lífinu
– að finnast þú ekki hafa sterkan tilgang
– að finnast þú ekki vera á réttri hillu í lífinu
– ert með lágt sjálfstraust
– ert að efast um eigið ágæti
– ert með sjálfsniðurrif
– að vera búin/n að vanrækja sjálfan þig alltof lengi
– listinn er langur!

6 og 12 mánaða andlega einkaþjálfunin vinnur með allt sem kemur fram hér að ofan!

Allir þeir sem vilja koma andlegu hliðinni í betra form.  Ekki sóa þínum dýrmæta tíma og eyða mörgum vikum, mánuðum eða jafnvel árum í að tækla sjálfsræktina sjálf/ur. Fara á eitt örnámskeið hér og eitt örnámskeið þar, lesa eina bók hér eða þar, heldur gefa þér þá gjöf að hefja markvissa andlega þjálfun með leiðbeinanda sem er fljótur að átta sig á hvaða leið þú þarft að fara og þannig ná langvarandi árangri. 

Ég hef yfir 5 ára reynslu sem andlegur einkaþjálfari og hef stúderað þetta efni afar vel þar sem ég var sjálf að eiga við allskonar í mínu líf þegar ég leitaði á sínum tíḿa sjálf eftir aðstoð. Ég var þá að eiga við: kvíða, þunglyndi, depurð, var með 20 kg. af æsku á mínum herðum, átti í krefjandi samskiptum við vissa aðila í mínu lífi og var almennt mjög týnd og leitandi að tilganginum mínum. Ég stóð á þeim stað að hafa ekki minnstu hugmynd hvert maður leitar, hvað maður les, horfir á eða hvaða verkefni hentar hverju sinni eða í hvaða röð best er að sinna sjálfsræktinni.  

Ég hef því á undanförnum árum útbúið prógram sem er sett upp á vissan hátt og í “réttri” röð til að þú náir sem mestum árangri, náir að kveðja fortíðina, sættast við sjálfan þig, ná betri tökum á huganum, kynnist þér betur og takir því meðvitaðri ákvarðanir fyrir sjálfan sem munu færa þig á betri stað. Þú munt fara að sjá sjálfa þig, aðra og lífið í öðru ljósi. 

  

Ég býð upp á stakan 90 mínútna einkatíma sem fer fram í gegnum Messenger / Skype og í þeim tíma leiðbeini ég þér eftir fremsta megni með það sem þú ert að eiga við í þínu lífi. Það er því miður ekki hægt að prófa einn mánuð af  námskeiðunum. Ástæðan er einfaldlega sú að námskeiðin er byggð upp á ákveðinn hátt og fyrsti mánuðurinn gefur ekki  mynd af því hvernig námskeiðið er í heild sinni, því við erum að styrkja grunninn / stoðirnar í fyrsta mánuðinum og það er bara hreinlega líklegt að þú viljir hlaupa  í hina áttina. Við erum ekki vön að hrófla svona í málunum og það getur verið krefjandi, því bendi ég öllum á það sem koma til mín að koma með því hugarfari að leyfa námskeiðinu að koma örlítið á óvart og fara í gegnum allt ferlið. Þar gerast töfrarnir þegar við náum að yfirstíga hindranirnar sem koma á veginum og ekki gefast upp á leiðinni. Þessi andlega vegferð getur verið krefjandi en er um leið mjög skemmtileg og algjörlega þess virði. 

Hægt er að bóka 30 mínútna kynningartíma fyrir bæði 6 mánaða (karlar) og 12 mánaða (konur) námskeiðin. Sá tími er ætlaður til að svara öllum spurningum varðandi námskeiðin og fyrir viðkomandi að máta hvort þessi nálgun henti sér.  
*ekki er farið í nein mál úr þínu líf, heldur eingöngu um kynningartíma að ræða. 

Til að bóka frían kynningartíma endilega sendu tölvupóst á
hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is

Ýmsir greiðslumöguleikar í boði
* 15 % staðgreiðslu afsláttur (ekki af 4ra vikna námskeiðinu og stökum tíma) 
* Mæli með að kanna niðurgreiðslu námskeiðsins hjá þínu stéttafélagi

Karlar
6 mánaða andleg einkaþjálfun
Heildarverð: 149.400 kr. 
Mánaðargreiðsla: 24.900 kr. (í 6 mánuði) 

Konur
12 mánaða andleg einkaþjálfun
Heildarverð: 249.000 kr. 
Mánaðargreiðsla: 20.750 kr. (í 12 mánuði) 

4 vikna námskeiðið – Náðu betri tökum á huganum
Verð: 16.900 (ein greiðsla) 

Nám 
Kennararéttindi í andlegri einkaþjálfun
Heildarverð: 450.000 kr. ( 3ja anna nám) 
Mánaðargreiðsla: 37.500 kr. (í 12 mánuði)

Fyrir alla þá sem hafa klárað heilt námskeið á vegum andlegrar einkaþjálfunar, 6 mánaða (karlar) eða 12 mánaða (konur) geta hoppað inn á hálft námskeiðið 
Heildarverð: 225.000 kr. 
Mánaðargreiðsla: 37.500 kr. (í 6 mánuði) 

Banka upplýsingar
Banki: 0322-26-670618
Kt: 670618-0640

Senda staðfestingu á hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is 

Já, það er svo sannarlega hægt. 

Stakur tími í andlegri einkaþjálfun
Verð: 17.900 kr. 

Þú kemur með í tímann það sem þér liggur á hjarta og færð leiðsögn í tímanum, eftir tímann færðu sendan til þín lítinn kafla með fróðleik, verkefnum,  hugmyndum af bókum, bíómyndum og fyrirlestrum sem verður valið sérstaklega fyrir þig til að kíkja betur á að loknum tíma. 

Já, heldur betur. 
Ég býð upp á 6 mánaða andlega þjálfun fyrir karlmenn.  Námskeið sem er stútfullt af mikilvægum fróðleik, verkefnum, hljóð- og vídjó upptökum… allt til þess gert að byggja viðkomandi upp og í  sitt allra besta andlega form. 

Ég er ekki með sérstakt námskeið fyrir börn og unglinga, hins vegar henta námskeiðin jafnt ungum sem öldnum. 

Já, fyrir löngu námskeiðin. 
Viltu bóka 30 mín spjall?
Sendu póst á hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is

Nei, ég er ekki sálfræðingur og í raun ekki hægt að bera þetta tvennt saman. 
Ef þú vilt nálgun með klínískum leiðbeiningum, greiningu, lyf eða ert með alvarleg andleg veikindi þá hvet ég þig til að hafa samband strax við sálfræðing/geðlækni. 

Ég er leiðbeinandi í þerapíunni “Lærðu að elska þig” eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur

Háskóli Íslands
Viðskipta kínverska ( 1 ár ) 

Háskólinn í Reykjavík
Viðskiptafræði ( 2, 5 ár ) 
Bsc. ritgerð: Mikilvægi menningarlæsis fyrir viðskipti milli Íslands og Kína. 

6 mánaða námskeið fyrir karla. 
Innifalið: 
– 6 mánaða aðgangur að leiðbeinanda í gegnum tölvupóst
– einkatímar í gegnum netið – tveir 60 mín tímar sem fara fram í gegnum Skype/Messenger
– 6 mánaða stuðningur og hvatning frá leiðbeinanda
– Aðgangur að ótal verkefnum á innri vef
– Aðgangur að mikilvægum fróðleik á innri vef
– Persónuleg nálgun, leiðbeinandi deilir einnig reynslusögum úr sínu lífi
– Aðhald allan þjálfunartímann
– Öll gögn: Allan þjálfunartímann færðu mikilvægan fróðleik, verkefni, hljóð- og vídjóupptökur, ásamt hugmyndum af bókum, bíómyndum, fyrirlestrum og ótal mörgu öðru til að vinna með. 
– Það er enginn tímarammi í sjálfsrækt (þó að námskeiðið er í 6 mánuði) – Þú ferð þetta á þínum tíma og á þínum hraða! 

12 mánaða námskeið fyrir konur. 
Innifalið: 
– 12 mánaða aðgangur að leiðbeinanda í gegnum tölvupóst
– einkatímar í gegnum netið – fjórir 60 mín tímar ( að lágmarki ) sem fara fram í gegnum Skype/Messenger
– 12 mánaða stuðningur og hvatning frá leiðbeinanda
– Aðgangur að ótal verkefnum á innri vef
– Aðgangur að mikilvægum fróðleik á innri vef
– Persónuleg nálgun, leiðbeinandi deilir einnig reynslusögum úr sínu lífi
– Aðhald allan þjálfunartímann
– Öll gögn: Allan þjálfunartímann færðu mikilvægan fróðleik, verkefni, hljóð- og vídjóupptökur, ásamt hugmyndum af bókum, bíómyndum, fyrirlestrum og ótal mörgu öðru til að vinna með. 
– Það er enginn tímarammi í sjálfsrækt (þó að námskeiðið er í 12 mánuði) – Þú ferð þetta á þínum tíma og á þínum hraða! 
– Að loknu námskeiðinu færðu aðgang að facebook hópi með konum sem hafa það allar sameiginlegt að hafa klárað 12 mánaða andlega einkaþjálfun. 


Námskeiðið eru í 6 mánuði (karlar) og 12 mánuði (konur) af ástæðu, því við erum yfirleitt að vinna okkur út úr margra ára (úreltu) hugsana- og hegðunarmynstrum og það tekur tíma að snúa því við. Ég trúi ekki á skyndilausnir (í einu eða neinu) og ef við viljum sjá langvarandi árangur og snúa breytingunum yfir í nýjan lífstíl að þá verðum við að gefa okkur tíma og fara í gegnum allt ferlið. Markmiðið er að þú náir langvarandi árangri og vellíðan.

Já, ég býð upp á kennaranám í andlegri einkaþjálfun

Um er að ræða þriggja anna nám sem gefur þér sjálfsöryggi til að leiðbeina öðrum að sjá sjálfa sig, aðra og lífið almennt í algjörlega nýju ljósi. Við þurfum fleiri andlega einkaþjálfara svo við getum í sameiningu hækkað orkuna í heiminum með því að kenna fleirum að lifa sínu lífi í gleði og vellíðan.  

Hvað eru margir einkaþjálfarar tilbúnir þegar þú vilt koma þér í líkamlegt form? En hvað eru margir einkaþjálfarar tilbúnir þegar þú vilt koma þér í andlegt form? 
Nákvæmlega! Það er ekkert jafnvægi þarna á milli og við ætlum því að breyta því, þú og ég!

Þetta “quote” eftir Dalai Lama segir allt sem segja þarf!

“The planet does not need more successful people. The planet desperately needs more peacemakers, healers, restorers, storyteller and lovers of all kinds”

Ef þú ert sammála þessu þá höfum við verk að vinna!

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar
hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is


Já, námskeiðin fara öll fram í gegnum netið. 
Þú færð aðgang að innri vef sem er stútfullur af mikilvægum fróðleik, verkefnum, hljóð- og vídjó upptökum, hugmyndum að bókum, bíómyndum, fyrirlestrum og fleira. 
Námskeiðin eru mjög auðveld og aðgengileg í notkun. 

Einkatímarnir fara síðan fram í gegnum Messenger / Skype

Námskeiðin eru byggð upp á vissan hátt og við byrjum á byrjuninni. Við getum ekki byggt hús og byrjað á þakinu og það á alveg jafn mikið við um sjálfsrækt. Því ef við ætlum alltaf bara að tækla yfirborðið og núverandi vandamál að þá verða engar róttækar breytingar og við höldum áfram að viðhalda sömu hugsana- og hegðunarmynstrum.  Við byrjum því á því að byggja sterkan grunn og byggjum síðan markvisst ofan á þann grunn, einn mánuð í einu. 

Við förum í gegnum nánast allt sem viðkemur lífinu sjálfu: 
– kíkjum á fortíðina / æskuna
– Kíkjum á hugann þinn og hegðun
– Skoðum hvaða breytingar þú vilt sjá á næstkomandi mánuðum
– kíkjum á sjálfsstýringuna sem þú ert yfirleitt algjörlega ómeðvituð/ómeðvitaður um
– Förum vel yfir alla “trigger” punktana þína og af hverju sumt fólk er með meistaragráðu í þeim
– Þú lærir betur inn á þinn eigin huga og færð tæki og tól til þess að ná betri tökum á honum
– Þú lærir að sættast við sjálfan þig og elska þig skilyrðislaust
– Þú kynnist þér betur, hver þú ert, hvert þú ert að stefna, hvað þú vilt og svo framvegis
– Þú færð aukna hugarró
– Leyfir þér að dreyma stærra og setja draumana þína í framkvæmd 
– …og svo margt, margt fleira. 

Námsefnið miðar að því að koma þér í þitt allra besta andlega form og þú færð einn mánuð í einu til að vinna með. Alltaf nýr fróðleikur með nýjum áhugaverðum og skemmtilegum verkefnum. 

Ertu tilbúin/n að hefja fjörið?


Scroll to Top