Andlegir leiðbeinendur

Ég heiti Katrín Kristinsdóttir og er þriggja barna móðir að norðan.
Ég er menntaður hjúkrunarfræðingur og andlegur einkaþjálfari.
Ég hef unnið við að hjálpa fólki í mjög langan tíma og þegar ég byrjaði í andlegri einkaþjálfun fann ég strax hvað það átti vel við mig og hversu frábær viðbót það væri með hjúkruninni. Í dag gæti ég vel hugsað mér að vinna eingöngu sem Andlegur einkaþjálfari. Að finna gleðina og orkuna sem fylgir því að hjálpa öðrum að byggja sig upp andlega er svo dásamlegt.
Ég heiti Erna Ósk og er andlegur einkaþjálfi, jóga kennari og art þjálfi ( aggression replacement training) Èg brenn fyrir að deila visku minni, leiðbeina öðrum og hjálpa fólki að líða betur. Öll sú viska sem ég hef vil ég deila með öðrum svo þeir geti notið góðs af . Ég hef öðlast margskonar þekkingu í gegnum lífið, bæði góða og slæma sem nýtist mér sem verkfæri í dag. Námið í andlegri einkaþjálfun færði mér verkfærin til að nýta reynsluna mína til góðs. Námið færði mér töfra, ég sé lífið með öðrum augum og allir erfiðleikar eru miklu þægilegri með verkfærin og viskuna sem nýtist mér til æviloka.
Svava Bjarnadóttir Andlegur einkaþjálfari
Leiðsögn með kærleika og tilgangi
Ég var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist hjá Hrafnhildi í janúar 2021. Undanfarin ár hef ég tekið á móti fólki sem vill styrkja sitt eigið sjálf, finna innri ró og trúa á það góða í eigin fari og þá sem vilja breytingar til betra lífs. Hvort sem þú ert að glíma við breytingar í lífi þínu, vinna úr áföllum eða þú vilt hreinlega breyta um stefnu til vaxtar þá er Andleg einkaþjálfun það sem þú þarft á að halda. Ég trúi því að innra með hverjum og einum búi kraftur til að laða fram breytingar og vakningar til ánægjulegra lífs en við þurfum stundum einhvern til að styðja okkur á leiðinni til þess að uppgötva og virkja kraftinn.
Scroll to Top