Hvað er andleg einkaþjálfun? Andleg einkaþjálfun er 12 mánaða prógram sem kemur þér í þitt allra besta andlega form. Engar skyndilausnir heldur markviss og árangursrík andleg þjálfun sem fer fram alfarið í gegnum netið. Þú færð aðgang að innri vef og einkatíma í gegnum veraldarvefinn. Hversu oft hefur þú hugsað um að koma þér í líkamlegt form, en hversu oft hefur þú hugsað um að koma þér í andlegt form? Hvort heldur þú að þú þurfir meira á að halda akkúrat núna? Andleg einkaþjálfun er markviss þjálfun sem hentar bæði konum og körlum á öllum aldri sem vilja ná betri tökum á sér sjálfum, huganum sínum og lífinu almennt. Andlega þjálfunin er fyrir þig ef þú ert virkilega tilbún/n að gera breytingar á þínu lífi, trúir því að þú eigir mun betra skilið og ert búin/n að fá nóg af því að vera í vanlíðan. Þjálfunin hentar þér ef þú ert að upplifa eða hefur upplifað: - vanlíðan - þunglyndi - depurð - kvíða - Kulnun eða útbruna (e. Burnout) - neikvæðan huga / ofhugsanir / þráhyggju / afbrýðissemi - sambandsslit / ástarsorg - reiði, pirring, gremju - ef æskan/fortíðin er alltaf reglulega að banka á dyrnar hjá þér - krefjandi einstaklinga / erfið samskipti við aðra - að vera týnd/ur eða leitandi í lífinu - að finnast þú ekki hafa sterkan tilgang - að finnast þú ekki vera á réttri hillu í lífinu - ert með lágt sjálfstraust - ert að efast um eigið ágæti - ert með sjálfsniðurrif - að vera búin/n að vanrækja sjálfan þig alltof lengi - listinn er langur! 12 mánaða andlega einkaþjálfunin fer í gegnum þetta allt sem kemur fram hér að ofan! Námskeiðið er EKKI sérstök meðferð við ákveðnum einkennum eins og þunglyndi eða kvíða. Námskeiðið leiðir viðkomandi í gegnum fróðleik og verkefni sem getur auðvitað haft áhrif á fyrrgreind einkenni ef viðkomandi er að burðast með slíkt í farteskinu og kemur á námskeiðið, þá eru allar líkur á því að þú sjáir þunglyndi og kvíða jafnvel í nýju ljósi. Hins vegar er námskeiðið ekki með neina sérstaka nálgun eða meðferð í gangi hvað þessi einkenni varðar. 12 MÁNAÐA NÁMSKEIÐ Í ANDLEGRI EINKAÞJÁLFUN MÁNUÐUR 1 - ÆSKAN / FORTÍÐIN Þú færð fróðleik og verkefni sem tengist æskunni, þú ferð yfir söguna þína, hvaðan þú ert að koma og hvernig sagan þín hefur mótað þig og haft áhrif á líf þitt. Hvernig eigum við að breyta einhverju ef við vitum ekki hvað við erum að eiga við? Þetta er ofboðslega lúmkst þar sem við erum svo vön okkur sjálfum, okkar hugsana- og hegðunarmynstrum. Við byrjum á "byrjuninni" og vinnum okkur síðan þaðan upp. Mikilvægur mánuður og þú ferð að horfa á sjálfan þig (og jafnvel aðra) í nýju ljósi. MÁNUÐUR 2 - AÐ NÁ BETRI TÖKUM Á HUGANUM Þú færð fróðleik og verkefni sem tengist huganum, hvernig hann almennt virkar og hvernig viðkomandi getur náð að “temja” hann betur og þar með þín hugsana- og hegðunarmynstur. Förum yfir sjálfsniðurrif og af hverju hugurinn leitar í ákveðnar hugsanir, sem geta leitt til þunglyndis, kvíða og vanlíðunar. Við lærum að skilja hugann betur og þar með ná betri tökum á honum. MÁNUÐUR 3 - ÉG 101 Þú færð fróðleik og verkefni sem tengist sjálfinu; sem snýr að innri kjarna, innsæi, sjálfsumhyggju, sjálfsmildi, tilfinningum og öðru. Þú færð dýpri skilning á sjálfri/sjálfum þér og hvernig þú getur lært að elska sjálfan sig, bæði á líkama og sál. MÁNUÐUR 4 - SJÁLFSTÝRING Þú færð fróðleik og verkefni sem tengist sjálfstýringu. (e. Autopilot) Þú lærir að kalla þig meira í núið og dvelja minna í fortíðinni og/eða framtíðinni. Þú færð dýpri skilning á núvitund og hversu mikilvægt það er fyrir lífið almennt að taka lífsins ákvarðanir útfrá kjarnanum þínum og í sem mestri núvitund. Mánuður sem tengir þig betur við þinn innri kjarna og innsæi. MÁNUÐUR 5 - ÞÍNIR LÍFSINS KENNARAR Þú færð fróðleik og verkefni sem tengist þínum lífsins kennurum. Allir einstaklingar sem hafa orðið á vegi þínum sem hafa skilið þig eftir með krefjandi tilfinningar eða vanlíðan. Af hverju er sumt fólk með meistaragráðu í að pirra okkur, ýta á okkar viðkvæmu punkta eða stuða okkur á einhvern hátt? Þetta munum við kryfja dýpra og frá meiri skilning af hverju. Mikilvægur mánuður sem gefur dýpri sýn á sjálfan þig, aðra og lífið almennt. MÁNUÐUR 6 - STALDRAÐU VIÐ Þú færð fróðleik og verkefni sem tengist því að staldra oftar við og skanna yfir eigin líðan, bæði andlega og líkamlega. Að læra að hlusta betur á líkama og sál. Þú lærir að “grípa” þig mun fyrr í vanlíðan og nýta tæki og tól sem þú hefur nú þegar lært á námskeiðinu, þegar einhvers konar vanlíðan bankar á dyrnar. Ertu út um allt, í lífinu eða í hugsun? Þú lærir að staldra við og setja spurningamerki við ótal margt. Af hverju ertu að gera margt sem veitir þér enga gleði í lífinu, af hverju heldur þú áfram að velja það? Staldraðu við og hlustaðu á þinn innri kjarna og þitt innsæi. MÁNUÐUR 7 - FORDÓMAR Þú færð fróðleik og verkefni sem tengist fordómum, ekki þessum “týpísku” samfélags fordómum, heldur fordómunum í okkar hversdagslega lífi. Þú vaknar einnig með fordómna sem þú hefur í eigin garð og hvernig þú getur lifað þínu lífi með minni dómhörku/fordómum í eigin garð og annarra. MÁNUÐUR 8 - HUGARRÓ Þú færð fróðleik og verkefni tengt hugarró og fyrirgefningu. Hvað það í raun þýðir fyrir þig að fyrirgefa og hvernig þú getur unnið að því að öðlast aukna hugarró. Mjög mikilvægur mánuður sem kennir þér að sleppa ennþá dýpri tökum á fortíðinni. MÁNUÐUR 9 - ORKUSTÖÐVARNAR Þú færð fróðleik og verkefni tengt orkustöðvunum 7. Þú lærir inn á hverja orkustöð og tengingu orkustöðvanna bæði fyrir líkamann og sálina. Hvernig þú getur nýtt orkustöðvarnar sem þinn innri leiðarvísir. MÁNUÐUR 10 - UNDIRMEÐVITUNDIN Þú færð fróðleik og verkefni tengt undirmeðvitundinni og hvernig þú getur sleppt dýpri tökum á því sem þjónar engum tilgangi lengur og þú vilt ekki hafa lengur í eftirdragi í þínu lífi. Þú lærir dýpra á þitt innra kerfi og hvað í raun situr eftir í kerfinu eftir sjálfsvinnu undanfarinna mánaða og hvernig þú getur unnið dýpra með að losa út úr þínum fastmótaða innra kerfi, þínu varnarkerfi. MÁNUÐUR 11 - HRÆÐSLAN BURT OG DRAUMAR Í FRAMKVÆMD Þú færð fróðleik og verkefni tengt draumum og hræðslunni sem oft getur fylgt því að fara áfram með sína drauma og hrinda þeim í framkvæmd. Eftir sjálfsvinnu undanfarinna mánaða ættir þú að vera orðin/n mun frjálsari á huga og sál. Þá er gott að leyfa sköpunarkraftinum að njóta sín. Hvað viltu sjá fyrir sjálfan þig og þína framtíð. Tækifærin eru allsstaðar í kringum þig og það frábæra er að þegar þú ert komin hingað í námskeiðinu, að þá veistu það, skilur það og finnur það. Nú er bara að framkvæma! MÁNUÐUR 12 - AÐ LOKUM Þú færð fróðleik og verkefni sem þarfnast engrar eftirfylgni að hálfu leiðbeinanda námskeiðsins. Þú færð hins vegar ýmislegt skemmtilegt til að halda þinni sjálfsrækt markvisst áfram. Þú ert skilin/n eftir með ýmsar hugmyndir að fróðleik, bókum, bíómyndum, fyrirlestrum og fleira til að vinna með að námskeiði loknu. Allt til þess gert að þú getir sjálf/ur haldið sjálfsræktinn áfram án leiðsagnar leiðbeinanda. Eftir 12 mánaða andlega einkaþjálfun ætti sjálfsræktin að vera orðin meira að lífstíl og komin inn í þitt “nýja” kerfi og huga. Námskeið sem mun breyta lífinu þínu! Hafðu samband strax í dag og hefjumst handa við að koma þér í þitt allra besta andlega form! Ég tek vel á móti þér! hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is