90 MÍNÚTNA STAKUR TÍMI
VERÐ: 24.900 kr.
Bókaðu 90 mínútna stakan tíma og við getum farið vel yfir það sem er að valda þér hugarangri. Einnig ef þú þarft innblástur, hvatningu, ert á krossgötum í þínu lífi, stendur frammi fyrir krefjandi ákvarðanatöku, vilt ná betri tökum á huganum, að upplifa krefjandi samskipti við aðra eða einfaldlega vantar pínu búst til að færa þig á betri stað andlega. Eftir þessar 90 mínútur færðu fróðleik og verkefni til að vinna með í takt við það sem þú ert að eiga við og sérsniðið að þínum þörfum.
Umsagnir
“Vá hvað það er gott að tala við þig og fá þessi ráð hjá þér. Manni líður alltaf svo vel eftir að ræða við þig að þá er bara á við góðan sálfræðitíma að mínu mati.”
- Kristín
“Það hefur verið einstaklega hollt að fara í gegnum verkefnin sem Hrafnhildur leggur fyrir og maður þarf virkilega að takast á við sjálfan sig í gegnum þau. Mér hefur fundist gott að við ræðum saman einu sinni í mánuði, það veitir aðhald auk þess sem það er mjög gott að tala við Hrafnhildi. Það sem er hennar besti kostur er að hún er mjög fljót að greina og benda manni á hvað liggur að baki ákveðinni hegðun hjá manni sjálfum eða öðrum og hún gefur manni þannig aðra sýn á hlutina svo það verður auðveldara að takast á við þá og vinna sig frá þeim. Ég finn mikla breytingu á mér, ég var mjög föst í neikvæðum hugsunum og að rifja upp neikvæða upplifun, dvaldi mikið við þær hugsanir, hélt mig til hlés og dró mig inn í skel, inn í öryggi. Í dag finnst mér ég orðin einbeittari við allt sem ég er að fást við og hef öðlast ákveðna hugarró þannig að ég nýt þess að gera það sem ég er að gera þá stundina. Ég er farin að stíga fram úr skelinni og leyfa mér að blómstra og vera sýnileg. Ég mæli hiklaust með þjálfun sem þessari hjá Hrafnhildi því til að ná árangri með sjálfan sig þá er áhrifaríkast að vinna það hægt og þétt yfir langt tímabil eins og hún býður upp á. Því á þessari vegferð rennur maður oft út af sporinu og fellur í gömlu gryfjurnar og þá er gott að hafa þessa þjálfun í farteskinu til að ná sér aftur upp á sporið og ná þá enn lengra en áður."

Sjá fleiri umsagnir á:
https://andlegeinkathjalfun.is/umsagnir/

Scroll to Top