Námskrá

Um námið:
Næsta önn hefst 24. september 2024
september 2024 – desember 2025

Um er að ræða 280 klst. þriggja anna nám sem gefur þér sjálfsöryggi til að starfa sem andlegur einkaþjálfari. Þú ferð í
allsherjar sjálfsrækt og lærir síðan að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. Það er einnig farið djúpt í viðskiptahliðina og
hvernig þú getur skapað þér atvinnutækifæri sem andlegur einkaþjálfari að námi loknu. Það er mikið aðhald í náminu og
þú færð einn einkatíma einu sinni í mánuði (nema í jóla- og sumarfríum) og aðgang að kennara allan námstímann.
Þú færð einnig aðgang að innri vef þar sem þú nálgast öll kennslugögn.

Námið fer fram í gegnum netið og þú getur sinnt því á þeim tíma sem hentar þér og hvar sem er í heiminum.
*Nákvæm námskrá og tímasetningar afhent við skráningu. En hér fyrir neðan má sjá grófa hugmynd að uppsetningu námsins.

NÁMSKRÁ
*Með fyrirvara um breytingar

ÖNN 1 -  Byrjum fjörið!
- Markviss sjálfsrækt - þú verður fyrst að taka sjálfan þig í gegn andlega áður en þú hjálpar öðrum að gera slíkt hið sama.
- Mánaðarlegur fróðleikur, verkefnavinna og verkefnaskil.
- ÉG 101  Þú munt kynnast þér upp á nýtt!
- Við tökum á öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða og þú færð nýja sýn á sjálfa þig, aðra og lífið almennt
- Hvernig þú getur verið besta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér.
- Netfundir (Zoom) einu sinni til tvisvar í mánuði og mikið aðhald í náminu.
- Einkatími með kennara einu sinni í mánuði, tíminn er í 30-60 mínútur í senn.
- Ótal margt fleira

ÖNN 2 - Markviss sjálfsvinna (framhald) -  Skapa atvinnutækifæri!
- Markviss sjálfsrækt heldur áfram - förum enn dýpra. Þú ferð að sjá sjálfan þig, aðra og lífið almennt í nýju ljósi
- Atvinnutækifæri
- Samfélagsmiðlar
- Þinn markhópur og hvernig þú getur nálgast hann
- Facebook síða
- Undirbúningur fyrir 3 sjálfboðaliða
- og margt fleira!

ÖNN 3 - Að hjálpa öðrum að blómsta! - Útskrift!
- Markviss sjálfsrækt - framhald
- Hvaða leið vilt þú fara?
- Stofnun fyrirtækja
- námskeiðsgerð - Að búa til námskeið
- Að taka á móti 3 sjálfboðaliðum í tíma - framhald
- Skila þarf öllum verkefnum og klára að leiðbeina 3 einstaklingum í gegnum 6 skipti til að útskrifast.
- Útskrift og viðurkenningaskjal - Þú færð titilinn, andlegur einkaþjálfari og verður tilbúin/n að hjálpa öðrum að blómstra í sínu lífi.

Að loknu námi færðu afhent viðurkenningaskjal sem gefur þér tækifæri til að starfa sem andlegur einkaþjálfari.

Fjárfesting til framtíðar
Heildarverð: 590.000 kr. (3 annir - 15 mánuðir)
*Hægt að skipta greiðslum á alla kanta og hámark með 15 mánaða greiðsludreifingu
* 10% staðgreiðslu afsláttur
*Staðfestingagjald: 75.000 kr. (til að festa pláss við skráningu og er óafturkræft)
*Takmörkuð sæti laus


Framtíðin er þín!

"Þetta er besta gjöfin sem ég hef gefið sjálfri mér, ég elska þetta nám og þessa kennara þvílíkir gullmolar sem þær eru og Hrafnhildur á stærsta og mesta hrós skilið fyrir frábæra uppsetningu á náminu. Ég var orðin rosalega andlega þreytt þegar að ég skráði mig í þetta nám, ég var að týna sjálfri mér í hugsunum mínum og leyfði huganum að taka yfir ég var hætt að stjórna, hugsanirnar stjórnuðu mér en í dag stjórna ég og þvílíkur munur. Ég hef náð órtúlega góðum árangri með hugsanir mínar, gleðina, jákvæðnina, þakklætið og kærleikinn en það besta er að ég lærði að elska sjálfa mig og þá get ég gefið svo miklu meira af mér. Það hefur orðið mikil breyting á mér á stuttum tíma og í dag er ég þakklát fyrir allar þær hindranir sem orðið hafa á vegi mínum í gegnum lífið og ég hef fyrirgefið bæði þeim og sjálfri mér því án allra þessara erfiðleika væri ég ekki hér í dag standandi upprétt með hendur upp í loft og með kreppta hnefa eins og sannur sigurvegari öskrandi af gleði. " 
- Íris Fönn 

"Þegar ég skráði mig í nám í andlegri einkaþjálfun óraði mig ekki fyrir þeirri breytingu sem átti eftir að gerast í mínu lífi. Ég er svo óendanlega þakklát kennurunum okkar sem eru svo innilega dásamlegar, og þá sérstaklega Hrafnhildi fyrir að hafa lagt í þetta risa verkefni að setja þetta nám saman, án hennar væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Það er svo dýrmætt að getað fyrirgefið og mætt hverjum degi með jákvæðni og gleði og læra að elska lífið og sjálfa mig. Að finna fyrir allri þeirri ást, hamingju og kærleik sem umvefur mig alla daga er svo magnað og getað dregið lærdóm af öllum þeim hindrunum sem hafa verið lagðar fyrir mig í lífinu, þetta lærði ég einfaldlega með þeim verkfærum sem mér voru rétt í þeirri andlegu vegferð sem ég lagði af stað í, þegar ég tók eina af bestu ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið. "
- Sonja 

"Ég hreinlega elska þetta nám og ég elska hvað ég er að læra og skilja mikið um sjálfa mig og fólk bara almennt, það er eitthvað svo mikið að opnast fyrir mér gagnvart lífinu almennt ❤️"

“Ég ákvað að fara í nám í Andlegri einkaþjálfun þar sem ég sá það auglýst á samfélagsmiðlum. Þarna væri kærkomið tækifæri fyrir mig að vinna í sjálfri mér og ég sá strax að þetta var eitthvað sem ég gæti nýtt mér þar sem þetta er nám sem þekur þrjár annir og að þannig gæti ég unnið í sjálfri mér og með sjálfa mig í lengri tíma en í einhverju helgarnámskeiði. Það er góð ákvörðun að velja nám í Andlegri einkaþjálfun og bónusinn er að kynnast svo mörgum sem eru á sömu leið í lífinu. Ég mæli eindregið með því að leita til Hrafnhildar hvort sem það er í námi eða bara að nýta sér hennar kosti sem meðferðaraðila í Andlegri einkaþjálfun því við þurfum öll á því að halda að vera í góðu formi bæði andlega og líkamlega“
- Svava Bjarnadóttir

“Ég er búin með fyrstu önnina mína í að verða andlegur einkaþjálfari en fyrir rúmu ári síðan kláraði ég árs vinnu í andlegri einkaþjálfun hjá Hrafnhildi. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að fara í gegnum þetta ferli aftur, en í fyrra skiptið kom ég inn með ákveðið verkefni sem ég þurfti að vinna í og vinnan sem ég vann hefur svo sannarlega bætt lífið. Núna fer ég í gegnum þetta ferli á annan hátt þar sem ég er ekki að einblína bara á eitthvað eitt verkefni heldur bara að auka hamingjuna og vonandi get ég í framhaldinu hjálpað öðrum að líða betur. Hrafnhildur er einstök. Hún hjálpar manni að horfa á lífið út frá öðrum hliðum og hvernig maður sjálfur getur bætt líðan sína og aukið sína hamingju. Andleg einkaþjálfun er eitthvað sem allir ættu að skoða því andlega heilsan okkar er ekki síður mikilvæg en líkamleg heilsa. Maður þarf ekki að vera að ganga í gegnum erfiðleika til þess að að fara í gegnum andlega einkaþjálfun heldur bara til þess að auka lífsgæði og hamingju sína.“
– Arna

“Nám í andlegri einkaþjálfun hjá Hrafnhildi hefur gefið mér kraft og verkfæri til þess að finna sjálfa mig á ný. Áður en ég hafði samband við Hrafnhildi var ég komin svo langt frá mínu sjálfi að ég þekkti mig ekki lengur og fann lítinn tilgang í lífinu annan en að hugsa um aðra. Í dag set ég mig í forgang. Að rækta andlegu hliðina er besta gjöfin sem ég hef gefið sjálfri mér.”
– Rósa Líf

“Þetta nám breytti öllu hjá mér og opnaði á svo margt fallegt. Hrafnhildur kemur fram á svo fallegan og mennskan hátt og talar við mann sem jafningja. Þetta nám er svo rosalega fagmannlega sett upp, mjög skipulagt og skýrt. Svo skemmir ekki hvað þetta allt saman er ótrúlega skemmtilegt!”
- Rakel Sigðurðardóttir

Ég vil skrá mig í nám í andlegri einkaþjálfun
Sendu póst á: hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is

Scroll to Top