NÁM Í ANDLEGRI EINKAÞJÁLFUN

     

Untitled design (9)

     

         Vilt þú verða andlegur einkaþjálfari?

              Hvað eru margir starfandi einkaþjálfarar til taks þegar þú vilt koma þér í aukið líkamlegt form? 

              En hvað eru margir andlegir einkaþjálfarar til taks þegar þú vilt koma þér í aukið andlegt form?
              Nefnilega! Það er ekkert jafnvægi þarna á milli og við ætlum að breyta því, þú og ég! 

              Þetta “quote” eftir Dalai Lama segir allt sem segja þarf!
              “The planet does not need more successful people. The planet desperately needs more peacemakers, healers, restorers,
              storytellers and lovers of all kinds” 

              Ef þú ert sammála þessu þá höfum við verk að vinna! 

              Hvernig veistu hvort þetta nám henti þér?
              Ef þú svarar meirihlutanum játandi, þá er þetta eitthvað sem þú ættir að skoða nánar!

             – Viltu koma þér í þitt allra besta andlega form?
             – Dreymir þig um að starfa við að hjálpa öðrum að líða margfalt betur?
             – Ertu gjörn/gjarn á því að fólk leiti til þín til að fá ráðleggingar eða álit? 
             – Er þinn innri kjarni að kalla á breytingar í heiminum?
             – Finnur þú innra með þér að lífið er miklu meira virði en bara að vinna 9-17 og greiða reikninga? 
             – Ertu leitandi að tilganginum þínum eða réttri hillu í lífinu? 
             – Hefur þú upplifað erfiðleika í þínu lífi, kvíða, þunglyndi, krefjandi æsku, samskipti, áföll, vera týnd með sjálfan þig
                eða annað og gætir hjálpað öðrum í sömu sporum?
             – Langar þig að verða þinn eigin herra og starfa við það sem þú elskar?
             – Langar þig að byggja upp starfsframa sem gefur þér frelsi til að starfa hvar sem er í heiminum? 
             – Langar þig að byggja upp starfsframa sem gefur þér frelsi til að starfa hvenær sem er yfir daginn eða þegar það hentar þér? 
             – Dreymir þig um að velja annað líf fyrir þig heldur en það sem samfélagið ætlast til af þér?
             – Viltu stjórna þinni vinnu algjörlega sjálf/ur?
             – Ert týnd/ur í lífinu, á krossgötum eða einfaldlega að mygla í vinnunni sem þú ert í núna og vilt róttækar breytingar?
             – Ertu með hugrekki til að stíga vel út fyrir þægindarammann? 
             – Viltu starfa sem andlegur einkaþjálfari? 

             Þá er þetta nám og starf sniðið fyrir þig!

         Ég vil skrá mig í nám í andlegri einkaþjálfun
         Sendu póst á: hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is

 

Scroll to Top