NÁM Í ANDLEGRI EINKAÞJÁLFUN

     

Untitled design (9)

     

         Vilt þú verða andlegur einkaþjálfari?

              Hvað eru margir starfandi einkaþjálfarar til taks þegar þú vilt koma þér í aukið líkamlegt form? 

              En hvað eru margir andlegir einkaþjálfarar til taks þegar þú vilt koma þér í aukið andlegt form?
              Nefnilega! Það er ekkert jafnvægi þarna á milli og við ætlum að breyta því, þú og ég! 

              Þetta “quote” eftir Dalai Lama segir allt sem segja þarf!
              “The planet does not need more successful people. The planet desperately needs more peacemakers, healers, restorers,
              storytellers and lovers of all kinds” 

              Ef þú ert sammála þessu þá höfum við verk að vinna! 

              Hvernig veistu hvort þetta nám henti þér?
              Ef þú svarar meirihlutanum játandi, þá er þetta eitthvað sem þú ættir að skoða nánar!

             – Viltu koma þér í þitt allra besta andlega form?
             – Dreymir þig um að starfa við að hjálpa öðrum að líða margfalt betur?
             – Ertu gjörn/gjarn á því að fólk leiti til þín til að fá ráðleggingar eða álit? 
             – Er þinn innri kjarni að kalla á breytingar í heiminum?
             – Finnur þú innra með þér að lífið er miklu meira virði en bara að vinna 9-17 og greiða reikninga? 
             – Ertu leitandi að tilganginum þínum eða réttri hillu í lífinu? 
             – Hefur þú upplifað erfiðleika í þínu lífi, kvíða, þunglyndi, krefjandi æsku, samskipti, áföll, vera týnd með sjálfan þig
                eða annað og gætir hjálpað öðrum í sömu sporum?
             – Langar þig að verða þinn eigin herra og starfa við það sem þú elskar?
             – Langar þig að byggja upp starfsframa sem gefur þér frelsi til að starfa hvar sem er í heiminum? 
             – Langar þig að byggja upp starfsframa sem gefur þér frelsi til að starfa hvenær sem er yfir daginn eða þegar það hentar þér? 
             – Dreymir þig um að velja annað líf fyrir þig heldur en það sem samfélagið ætlast til af þér?
             – Viltu stjórna þinni vinnu algjörlega sjálf/ur?
             – Ert týnd/ur í lífinu, á krossgötum eða einfaldlega að mygla í vinnunni sem þú ert í núna og vilt róttækar breytingar?
             – Ertu með hugrekki til að stíga vel út fyrir þægindarammann? 
             – Viltu starfa sem andlegur einkaþjálfari? 

             Þá er þetta nám og starf sniðið fyrir þig!

 

Ég vil skrá mig í nám í andlegri einkaþjálfun
Sendu póst á: hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is

       
        Um námið:

        21. sept 2021 – 18. des 2022

            Um er að ræða 280 klst. þriggja anna nám sem gefur þér sjálfsöryggi til að starfa sem andlegur einkaþjálfari. Þú ferð í
            allsherjar sjálfsrækt og lærir síðan að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. Það er einnig farið djúpt í viðskiptahliðina og
            hvernig þú getur skapað þér atvinnutækifæri sem andlegur einkaþjálfari að námi loknu. Það er mikið aðhald í náminu og
            þú færð einn einkatíma einu sinni í mánuði (nema í jóla- og sumarfríum) og aðgang að kennara allan námstímann.
            Þú færð einnig aðgang að innri vef þar sem þú nálgast öll kennslugögn.
            Námið fer fram í gegnum netið og þú getur sinnt því á þeim tíma sem hentar þér og hvar sem er í heiminum.

           *Nákvæm námskrá og tímasetningar afhent við skráningu. En hér fyrir neðan má sjá grófa hugmynd að uppsetningu námsins. 

            ÖNN 1 –  Byrjum fjörið!
            Markviss sjálfsvinna
            21. september 2021 –  18. desember 2021  

            – Markviss sjálfsrækt – þú verður fyrst að taka sjálfan þig í gegn andlega áður en þú hjálpar öðrum að gera slíkt hið sama.
            – Mánaðarlegur fróðleikur, verkefnavinna og verkefnaskil.
            – ÉG 101  Þú munt kynnast þér upp á nýtt!
            – Við tökum á öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða og þú færð nýja sýn á sjálfa þig, aðra og lífið almennt
            – Hvernig þú getur verið besta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér.
            –  Netfundir (Zoom) einu sinni til tvisvar í mánuði og mikið aðhald í náminu.
            – Einkatími með kennara einu sinni í mánuði, tíminn er í 30-60 mínútur í senn. 
            – Ótal margt fleira

            ÖNN 2 – Markviss sjálfsvinna (framhald) –  Skapa atvinnutækifæri!
            11. janúar 2022 – 31.maí 2022

           – Markviss sjálfsrækt heldur áfram – förum enn dýpra.
           – Atvinnutækifæri
           – Samfélagsmiðlar
           – Þinn markhópur og hvernig þú getur nálgast hann
           – Facebook síða
           – Undirbúningur fyrir 3 sjálfboðaliða
           – og margt fleira!

           ÖNN 3 – Að hjálpa öðrum að blómsta! – Útskrift!
           15. ágúst – 15. desember 2022 
           – Markviss sjálfsrækt – framhald
           – Hvaða leið vilt þú fara?
           – Stofnun fyrirtækja 
           – Heimasíðugerð
           – Að taka á móti 3 sjálfboðaliðum í tíma – framhald
           – Fá umsögn frá sjálfboðaliðum til að læra af
           – Námsumsögn frá kennara: athugasemdir, ráðleggingar og leiðbeiningar.
           – Skila þarf öllum verkefnum og klára að leiðbeina 3 einstaklingum í gegnum 6 skipti til að útskrifast.
           – Útskrift og afhendingaskjal – Þú færð titilinn, andlegur einkaþjálfari og verður tilbúin/n að hjálpa öðrum að blómstra í sínu lífi.

           Að loknu námi færðu afhent viðurkenningaskjal sem gefur þér  tækifæri til að starfa sem andlegur einkaþjálfari.

            Fjárfesting til framtíðar.
            Heildarverð: 590.000 kr. (3 annir – 15 mánuðir)
            *Hægt að skipta greiðslum á alla kanta og hámark með 15 mánaða greiðsludreifingu
            * 10% staðgreiðslu afsláttur
            *Staðfestingagjald: 50.000 kr. (til að festa pláss við skráningu og er óafturkræft)
            *Takmörkuð sæti laus

            Framtíðin er þín!

            “Ég hreinlega elska þetta nám og ég elska hvað ég er að læra og skilja mikið um sjálfa mig og fólk bara almennt, það er
            eitthvað svo mikið að opnast fyrir mér gagnvart lífinu almennt ❤️”

            “Ég ákvað að fara í nám í Andlegri einkaþjálfun þar sem ég sá það auglýst á samfélagsmiðlum. Þarna væri kærkomið
            tækifæri fyrir mig að vinna í sjálfri mér og ég sá strax að þetta var eitthvað sem ég gæti nýtt mér þar sem þetta er nám
            sem þekur þrjár annir og að þannig gæti ég unnið í sjálfri mér og með sjálfa mig í lengri tíma en í einhverju helgarnámskeiði.
            Það er góð ákvörðun að velja nám í Andlegri einkaþjálfun og bónusinn er að kynnast svo mörgum sem eru á sömu leið í lífinu.
            Ég mæli eindregið með því að leita til Hrafnhildar hvort sem það er í námi eða bara að nýta sér hennar kosti sem
            meðferðaraðila í Andlegri einkaþjálfun því við þurfum öll á því að halda að vera í góðu formi bæði andlega og líkamlega “
            – Svava Bjarnadóttir 

             “Ég er búin með fyrstu önnina mína í að verða andlegur einkaþjálfari en fyrir rúmu ári síðan kláraði ég árs vinnu í
             andlegri einkaþjálfun hjá Hrafnhildi. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að fara í gegnum þetta ferli aftur en í fyrra
             skiptið kom ég inn með ákveðið verkefni sem ég þurfti að vinna í og vinnan sem ég vann hefur svo sannarlega bætt lífið.
             Núna fer ég í gegnum þetta ferli á annan hátt þar sem ég er ekki að einblína bara á eitthvað eitt verkefni heldur bara að
             auka hamingjuna og vonandi get ég í framhaldinu hjálpað öðrum að líða betur. Hrafnhildur er einstök. Hún hjálpar manni að
             horfa á lífið út frá öðrum hliðum og hvernig maður sjálfur getur bætt líðan sína og aukið sína hamingju. Andleg einkaþjálfun
             er eitthvað sem allir ættu að skoða því andlega heilsan okkar er ekki síður mikilvæg en líkamleg heilsa. Maður þarf ekki að
             vera að ganga í gegnum erfiðleika til þess að að fara í gegnum andlega einkaþjálfun heldur bara til þess að auka lífsgæði og
             hamingju sína.“
             – Arna

             “Nám í andlegri einkaþjálfun hjá Hrafnhildi hefur gefið mér kraft og verkfæri til þess að finna sjálfa mig á ný. Áður en ég
             hafði samband við Hrafnhildi var ég komin svo langt frá mínu sjálfi að ég þekkti mig ekki lengur og fann lítinn tilgang í
             lífinu annan en að hugsa um aðra. Í dag set ég mig í forgang. Að rækta andlegu hliðina er besta gjöfin sem ég hef gefið
             sjálfri mér.”
             – Rósa Líf           

            “Þetta nám breytti öllu hjá mér og opnaði á svo margt fallegt. Hrafnhildur kemur fram á svo fallegan og mennskan hátt
            og talar við mann sem jafningja. Þetta nám er svo rosalega fagmannlega sett upp, mjög skipulagt og skýrt. Svo skemmir
            ekki hvað þetta allt saman er ótrúlega skemmtilegt!”
            – Rakel Sigðurðardóttir

         Ég vil skrá mig í nám í andlegri einkaþjálfun
         Sendu póst á: hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is

 

Scroll to Top