Gestakennarar


Rakel Sigurðardóttir

"Hver er Rakel ?
Góð spurning 🤩

Ég er útskrifuð leikkona og hef mikla ástríðu fyrir mannlegum samskiptum, hugarfari og sjálfsrækt. Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu, sérstaklega andlegri heilsu 🧘🏼‍♀️ Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á andlegri heilsu en áhuginn varð ennþá meiri  þegar ég fór að vinna ennþá dýpra í sjálfri mér. Einnig elska ég að hreyfa mig og hef mikinn áhuga á heilbrigðu mataræði, þar sem lífið hefur kennt mér að þetta helst allt saman í hendur 🏃‍♀️

Ég útskrifaðist af leikarabraut árið 2019 úr Drama Studio London. Ég bjó í London í rúm 3 ár sem var yndislegt. Eftir útskrift vann ég svo einn vetur sem leiklistarkennari sem var mjög lærdómsrík og góð reynsla 🌸 Þar fann ég einnig að ég hef ótrúlega gaman að því að vinna með börnum."

Andlegur einkaþjálfari
Leikkona - Drama Studio London

www.rakelsigurdardottir.com
Facebook: https://www.facebook.com/rakelandlegureinkathjalfari
Instagram: rakelandlegureinkathjalfari

Scroll to Top