Gestakennarar

Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir

"Hæ! Ég er Kolbrún, konan bak við Lifðu betur með þér 🌼 eitt af mínum áhugasviðum er fólk og mannshugurinn og hvernig við getum látið okkur líða betur 🤎 Ég hef mikla þörf fyrir að skapa og læra eitthvað nýtt um lífið og tilveruna og í stað þess að sitja á því langar mig að miðla því sem ég hef lært. Hjálpa öðrum að eignast innihaldsríkara líf og komast í betra andlegt form ... helst sitt allra besta! 

Ég hlakka til að vinna með ykkur í náinni framtíð ... þangað til þá hugsið um hvað nærir ykkur og gerið sem mest af því! Það nærir mig að stunda jóga, hlægja, skapa, borða góðan mat, vera í góðum félagsskap, gott spjall, kaffibollinn á morgnana, núvitund,  læra meira, miðla og margt margt fleira 🌱"

Andlegur einkaþjálfari 
Diplómanám á meistarastigi - Jákvæð sálfræði
Hönnuður -  Fashion design við IED Barcelona

Eigandi: 
- VAKIR  - https://www.facebook.com/vakir.jewelry
- IIDEM -  https://www.facebook.com/iidemjewelry
- KOLBRUN -  https://www.facebook.com/kolbrunreykjavik

Facebook: https://www.facebook.com/lifdubeturmedther
Heimasíða: www.lifdubeturmedther.is
Instagram: lifdubeturmedther


Rakel Sigurðardóttir

"Hver er Rakel ?
Góð spurning 🤩

Ég er útskrifuð leikkona og hef mikla ástríðu fyrir mannlegum samskiptum, hugarfari og sjálfsrækt. Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu, sérstaklega andlegri heilsu 🧘🏼‍♀️ Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á andlegri heilsu en áhuginn varð ennþá meiri  þegar ég fór að vinna ennþá dýpra í sjálfri mér. Einnig elska ég að hreyfa mig og hef mikinn áhuga á heilbrigðu mataræði, þar sem lífið hefur kennt mér að þetta helst allt saman í hendur 🏃‍♀️

Ég útskrifaðist af leikarabraut árið 2019 úr Drama Studio London. Ég bjó í London í rúm 3 ár sem var yndislegt. Eftir útskrift vann ég svo einn vetur sem leiklistarkennari sem var mjög lærdómsrík og góð reynsla 🌸 Þar fann ég einnig að ég hef ótrúlega gaman að því að vinna með börnum."

Andlegur einkaþjálfari
Leikkona - Drama Studio London

www.rakelsigurdardottir.com
Facebook: https://www.facebook.com/rakelandlegureinkathjalfari
Instagram: rakelandlegureinkathjalfari

Scroll to Top