8 daga Retreat – Paradísareyjan Balí

6. – 14. apríl 2023

*ATH! Flug ekki innifalið

“Fill your life with adventures, not things. Have stories to tell, not stuff to show.

Komdu með okkur í sannkallaða draumaferð til töfrandi Balí og upplifðu endurnærandi umhverfi fyrir bæði sál og líkama. Þú kemur til baka sem splúnkuný útgáfa af sjálfri þér og með ævintýralegar minningar í farteskinu.

Upplifun

Unaðslegt retreat og stórbrotin náttúrufegurð. 
Við höfum sett saman sannkallaða draumaferð þar sem þú munt njóta í botn í yndislegum hópi. Sækja einstakt námskeið í mögnuðu umhverfi, fara í nudd, jóga, hugleiðslur, dansa eins og enginn sé að horfa, leika þér á ströndinni, baða þig í sólargeislum á sundlaugarbakkanum, upplifa menningu sem er engri lík, skála fyrir sjálfri þér og lífinu með litríkum kokteil, ásamt ótal mörgu öðru. Öll skynfæri líkamans virkjuð og mögnuð upp! Er þetta að heilla þig upp úr skónum? …haltu þá áfram að lesa! :) 


Töfrandi námskeið með Rakel, Hrafnhildi & Önnu Guðnýju

Dagskrá
*með fyrirvara um breytingar

6. apríl - Dagur 1  
Vúhúúú þú lendir á paradísareyjunni og færð góðar móttökur á flugvellinum. Við byrjum ferðina í töfrunum í Ubud, ferðin þangað tekur allt að 2 klst. frá flugvellinum.
Innritun inn á hótel og afslöppun 

7. apríl - Dagur 2 
Fyrri partur dagsins er frjáls - Slappaðu af á sundlaugarbakkanum eða farðu í göngutúr og leyfðu náttúrunni að ylja hjartað þitt með allri sinni litadýrð. 
13:00 - 15:30 - Létt jógaæði/hugleiðsla og skemmtilegheit með Önnu Guðnýju
18:00 - 20:30 - Kokteilboð 
Skálað fyrir komu þinni og að þú sért komin á paradísareyjuna BALÍ! Skál fyrir þér!

8. apríl - Dagur 3 
9:00 - 10:30 - Jógaæði og skemmtilegheit með Önnu Guðnýju
12:00 - 13:00 - Hádegismatur
13:00 - 16:00 - Námskeið - Út fyrir þægindarammann (Hrafnhildur, Rakel & Anna Guðný)
Seinnipartur og kvöld - Frjálst

9. apríl - Dagur 4 
06:00 - 07:30 - Sólarupprás jóga með Önnu Guðnýju 
Það er geggjað að vakna nánast á undan dýralífinu og heyra það lifna við í sólarupprásinni. 
7:30 - 9:00 Græja sig fyrir daginn og vera búin að borða morgunmat
9:00 -12:00 - Námskeið - Dásemdarstund með Rakel
12:00 - 13:00 - Hádegismatur
13:00 - 15:00 - Námskeið - Þinn magnaði hugur! (Hrafnhildur)

10. apríl - Dagur 5 
Óvissuferð - Heill dagur 
- Dagur sem mun koma á óvart! 
- Slepptu tökunum á öllu því sem þjónar þér engum tilgangi lengur.

11. apríl - Dagur 6 
Morgunn í Ubud - frjálst 
Tékkum okkur út af hótelinu kl. 12:00 og færum okkur yfir í strandbæinn Nusa Dua
17 :00 - 22:00 - Námskeið - Stígðu inn í kraftinn þinn!
*kvöldmatur innifalinn

12. apríl - Dagur 7 
08:00 - 09:30 - Jógaæði með Önnu Guðnýju 
09:30 - 12:00 - Krafturinn þinn
12:00 - 13:00 - Hádegismatur 
13:00 - 17:00 - Einkatímar með leiðbeinendum

13. apríl - Dagur 8
SÍÐASTI DAGURINN
08:00 - 09:00 - Jógaæði með Önnu Guðnýju
09:00 - 10:00 - Morgunmatur
10:00 - 12:00 - Framtíðar þú - Hrafnhildur & Rakel
13:00 - 17:00 Einkatímar (annars frjáls dagur) 

LOKAKVÖLDIÐ: 
Töfrandi kvöldstund - síðasta kvöldið okkar saman
19:00 KVÖLD Á ÆVINTÝRALEGUM STAÐ - SKÁLUM FYRIR LÍFINU OG NÁMSKEIÐSLOKUM. 

14. apríl - Dagur 9
CHECK OUT af hótelinu - Frjáls dagur 

Innifalið í ferðinni

- 8 daga retreat og námskeið með Rakel, Hrafnhildi & Önnu Guðnýju 
Yoga, hugleiðslur, heilun, dans, sköpunarkraftur, fyrirlestrar og fleira skemmtilegt
Einn 60 mínútna einkatími
- Allur akstur (til og frá flugvelli og á milli bæja)
- Léttur hádegisverður á vissum dögum
- Kvöldverður á vissum dögum
- Óvissuferð  
- Kokteilboð 
- Lokakvöld - Töfrandi kvöldstund með kvöldmat
- Annað sem kemur á óvart :) 

Leiðbeinendur og farastjórar

Hrafnhildur

Stofnandi og eigandi Andlegrar þjálfunar slf. 
Andlegur einkaþjálfari og kennari í náminu í andlegri einkaþjálfun. 

Ég er algjör ævintýrakona og gjörsamlega elska lífið, með öllum sínum upp- og niðursveiflum. Ég er með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur andlegri heilsu og tel það vera allra besta formið sem við getum verið í um ævina! Ég er svo lánsöm að fá að lifa tilganginn minn í þessu lífi og starfa við það sem ég elska, sem er að leiðbeina öðrum að líða margfalt betur með sjálfan sig og lífið almennt. Það er magnað að fá að vera samferða þessum einstaklingum sem til mín leita og vera ogguponsulítill partur af þeirra andlegu vegferð.

Ég elska að ferðast og bjó um stund í andlega bænum Ubud með börnunum mínum tveimur og móður minni. Ég er því afar kunnug á þeim slóðum og hlakka til að deila með þér töfrum Balí og sýna þér þá náttúrufegurð sem þar býr. 

Ég hlakka einnig til að sýna þér töfrana sem búa innra með þér! 
Facebook: https://www.facebook.com/andlegeinkathjalfun
Instagram: andlegeinkathjalfun

Rakel

Hæ Rakel heiti ég!

Ég er útskrifuð leikkona og andlegur einkaþjálfari. Ég hef mikla ástríðu fyrir mannlegum samskiptum, hugarfari og sjálfsrækt. Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu, sérstaklega andlegri heilsu, en áhuginn varð ennþá meiri þegar ég fór að vinna enn dýpra í sjálfri mér. Ég elska líka að hreyfa mig og hef mikinn áhuga á heilbrigðu mataræði, þar sem lífið hefur kennt mér að þetta helst allt saman í hendur.

Ég finn mikla þörf fyrir því að koma fram eins og ég er klædd og hef mikla ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. Ég fann mig ekki í boxinu sem ég reyndi mjög lengi að troða mér ofan í, en í dag fagna ég því að fara mína eigin leiðir. Glansmyndin er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér og ég vonast til þess að við æfum okkur í því að mætast öll meira sem jafningjar og kasta glansmyndinni eins langt í burtu og við getum og byrja að fagna því að við erum öll bara mennsk eftir allt saman.

Andlegur einkaþjálfari
Kennari í náminu í andlegri einkaþjálfun
Leikkona - Drama Studio London

www.rakelsig.is
Facebook: https://www.facebook.com/rakelandlegureinkathjalfari
Instagram: rakelandlegureinkathjalfari

Anna Guðný

Anna Guðný heiti ég og hef starfað sjálfstætt í meira en 6 ár við það að hjálpa öðrum að bæta andlega og líkamlega heilsu sína með meiri sjálfsmýkt og heilbrigðum lífsstílsvenjum. En þegar ég var 17 ára gömul þurfti ég að taka mjög stóra u-beygju í mínu lífi vegna andlegrar vanlíðunar og líkamlegra verkja. Í dag er þetta mín stærsta ástríða, að hjálpa öðrum að næra bæði líkama og sál með ást & hlýju. Ég held úti instagramminu heilsaogvellidan, heilsublogginu heilsaogvellidan.com, er með tvö netnámskeið í boði, kenni jóga í Sólum & jógastúdíóinu ánanaust, er með einkakakóstundir í boði sem heita Endurnærandi Vellíðunarstund, kenni þerapíuna Lærðu að elska þig í gegnum myndsímtöl og er einnig með aðra þerapíu í boði sem er dýpri og í persónu. Samhliða öllu þessu er ég sjálfstæð móðir og á yndislegan gullmola sem er 6 ára og er mín stærsta hvatning að láta alla mína drauma rætast. 

Ég hef farið tvisvar sinnum til Bali og í bæði skiptin fann ég svo djúpa tengingu við staðin og á alltaf virkilega erfitt með að fara þaðan. Orkan á Bali er algjörlega mögnuð og engri lík. Fólkið er náttúrulega búið til úr gulli, maturinn er sturlað góður og þarna fæ ég alltaf mjög skýr skilaboð um það hvernig ég vil hafa lífið mitt og hvernig ég get gert það. Hljómar allt saman mjög ýkt en þetta er eins og að stinga mér í samband að fara á þennan stað og taka inn töfrana sem þarna búa. 

Ég hlakka til að leyfa fleiri konum að upplifa töfrana sem þarna búa og gefa þér hleðsluna sem þú átt svo innilega skilið burt frá öllum ábyrgðarhlutverkum og áreiti. Að mínu mati er oft erfitt að sjá hvað það er sem er að halda aftur að okkur og hvað við virkilega viljum þegar við erum í hringiðu álags og hraða. Allar konur ættu að fara til Bali og fylla á tankinn sinn.

Fjárfestu í þér

Heildarverð: 349.000 kr. 
Staðfestingargjald: 85.000 kr. (óafturkræft)

Berist inn á Andleg þjálfun slf. 
Kt. 6706180640
Reikn: 0322-26-670618
Skýring: Balí

* Takmarkað pláss í boði
* Engin jógakunnátta nauðsynleg
* Við skráningu færðu aðgang að lokuðum hópi á Facebook
* Í mars mun Balí hópurinn hittast og eiga yndislega stund saman. 
* VITA travel getur aðstoðað við að bóka flug alla leið til Balí

Allar helstu upplýsingar veita Hrafnhildur, Rakel & Anna Guðný
draumaferd@andlegeinkathjalfun.is 

Draumaferðin er að bíða eftir þér - Lífið er núna!

Umsagnir

"það hefur lengi verið draumur hjá mér að ferðast til Bali. Þessi draumur varð að veruleika núna í Október 2022 þegar ég fór í skipulagða sjálfsræktarferð ásamt yndislegum leiðbeinendum sem gerðu ferðina þangað algjörlega ógleymanlega.
Balí stal hjarta mínu og ég varð gjörsamlega heilluð af náttúrunni og íbúum eyjarinnar sem eiga endalausan kærleik og gleði til að gefa af sér. að kynnast 20 yndislegum konum og fara með þeim í gegnum þessa dásamlegu vegferð, stunda hugleiðslur, jóga og heilun í þessu stórkostlega umhverfi er ein magnaðasta upplifun sem ég hef getað veitt sjálfri mér. þetta er ævintýri sem ég mæli svo sannarlega með. Takk fyrir samveruna elsku kennarar og vinkonur "
Sonja
"Lítil stelpa sá fyrir sér að í framtíðinni einhvern tímann langaði hana að fara langt út í heim í góðra kvenna hópi þar sem hún gæti notið sín, blómstrað, verið séð og heyrð og unnið í sjálfri sér í botn. Þessi litla stelpa fékk tækifærið og var ekki lengi að stökkva til, draumaferðin skyldi farin til Balí í október 2022 með rúmlega 20 konum. Fyrir mér er Balí eitthvað annað. Ég varð svo snortin af náttúrufegurðinni, kærleikanum frá Balíbúum og því tækifæri að standa með sjálfri mér, því hugrekki að fara ein og fá tækifæri með dásamlegum leiðbeinendum að efla minn magnaða huga, fá það magnaða tækifæri að stunda sjálfsást og líkamsvitund með jóga og hugleiðslu, heilun af ýmsum toga og virkilega stökkva inn í kraftinn minn yfirveguð og í fullri meðvitund. Þessi ferð er án efa sú magnaðasta sem ég hef upplifað og skilur eftir sig yndislegar minningar, frábær kynni kyngimagnaðra kvenna og þá staðreynd að elta draumana sína og láta þá rætast. Takk fyrir mig elsku konur og kennarar.
❤️Guðrún Birna Gylfadóttir❤️"
Scroll to Top