8 daga Retreat – Paradísareyjan Balí

6. – 14. apríl 2023

*ATH! Flug ekki innifalið

“Fill your life with adventures, not things. Have stories to tell, not stuff to show.

Komdu með okkur í sannkallaða draumaferð til töfrandi Balí og upplifðu endurnærandi umhverfi fyrir bæði sál og líkama. Þú kemur til baka sem splúnkuný útgáfa af sjálfri þér og með ævintýralegar minningar í farteskinu.

Upplifun

Unaðslegt retreat og stórbrotin náttúrufegurð. 
Við höfum sett saman sannkallaða draumaferð þar sem þú munt njóta í botn í yndislegum hópi. Sækja einstakt námskeið í mögnuðu umhverfi, fara í nudd, jóga, hugleiðslur, dansa eins og enginn sé að horfa, leika þér á ströndinni, baða þig í sólargeislum á sundlaugarbakkanum, upplifa menningu sem er engri lík, skála fyrir sjálfri þér og lífinu með litríkum kokteil, ásamt ótal mörgu öðru. Öll skynfæri líkamans virkjuð og mögnuð upp! Er þetta að heilla þig upp úr skónum? …haltu þá áfram að lesa! :) 

Gisting

Þú munt gista í 8 nætur á tveimur dásamlegum hótelum, annars vegar í 2 nætur á geggjaðri strönd í Seminyak þar sem sólsetrin eru með þeim fallegri. Við munum síðan færa okkur yfir í andlega bæinn Ubud þar sem orkan er ekki líkt neinu sem þú hefur kynnst áður. Þar gerast töfrarnir! Tveir magnaðir staðir! 


Töfrandi námskeið með Kolbrúnu, Rakel & Hrafnhildi

Dagskrá
*með fyrirvara um breytingar

6. apríl - Dagur 1  
Vúhúúú þú lendir á paradísareyjunni og færð góðar móttökur á flugvellinum. Ferðin frá flugvellinum (Denpasar) og upp á hótel tekur um 40 - 50 mínútur. Við byrjum fyrstu tvo dagana á ströndinni í Seminyak. 
Innritun inn á hótel og afslöppun 
7. apríl - Dagur 2 
Fyrri partur dagsins er frjáls - Slappaðu á sundlaugarbakkanum eða farðu í göngutúr og leyfðu náttúrunni að ylja hjartað þitt með allri sinni litadýrð. 
14:00 - 15:30 - Létt jógaæði/hugleiðsla á ströndinni og skemmtilegheit
18:00 - 20:00 - Kokteilboð 
Skálað fyrir komu þinni og að þú sért komin á paradísareyjuna BALÍ! Þar munum við fara yfir helstu atriði og kynna leiðbeinendurna, námskeiðið og hvaða dásemd er framundan, ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum. Skál fyrir þér!

8. apríl - Dagur 3 - SEMINYAK/UBUD 
9:00 - 10:30 - Jógaæði á ströndinni og skemmtilegheit 
12:00 - 13:00 - Hádegismatur
13:00 - 15:00 - Fyrirlestur og út fyrir þægindarammann
15:30 - Flytjum okkur um set í andlega bæinn Ubud. 
Kvöld - Frjálst

9. apríl - Dagur 4 
06:00 - 07:30 - Sólarupprás með Kolbrúnu
Það er geggjað að vakna nánast á undan dýralífinu og heyra það lifna við í sólarupprásinni. 
7:30 - 9:00 Græja sig fyrir daginn og vera búin að borða morgunmat
9:00 -12:00 - Fyrirlestur - Þinn magnaði hugur! (Hrafnhildur) 
12:00 - 13:00 - Hádegismatur
13:00 - 14:30 - Dásemdar stund með Rakel

16:00 - Göngutúr með Hrafnhildi um bæinn fyrir þær sem vilja. (frjálst)

10. apríl - Dagur 5 
08:00 - 09:30 - Morgunn töfrar með Rakel
10:00 - 12:00 - Sjálfsást og líkamsvitund með Kolbrúnu
12:00 - 13:00 - Hádegismatur
13:00 - 15:00 Skilyrðislaus ást (Hrafnhildur) 

11. apríl - Dagur 6 
Óvissuferð - Í Ubud
Mæting kl. 8:00 í anddyri hótelsins (sleppa morgunmat)
08:00 - 18:00 - Dagur sem mun koma á óvart! 

12. apríl - Dagur 7 
08:00 - 09:30 - Jógaæði með Kolbrúnu
09:30 - 12:00 - Krafturinn þinn
12:00 - 13:00 - Hádegismatur 
13:00 - 17:00 - Einkatímar með leiðbeinendum

13. apríl - Dagur 8
SÍÐASTI DAGURINN
08:00 - Vatnsblessun
Blessaðu sjálfan þig og léttu á sálinni, slepptu tökunum á því sem þjónar þér engum tilgangi lengur og hreinsaðu það í burtu! 

LOKAKVÖLDIÐ: 
Töfrandi kvöldstund - síðasta kvöldið okkar saman
18:00 - Fordrykkur 
19:00 KVÖLD Á ÆVINTÝRALEGUM STAÐ - SKÁLUM FYRIR LÍFINU OG NÁMSKEIÐSLOKUM. 

14. apríl - Dagur 9
CHECK OUT af hótelinu - Frjáls dagur 

Innifalið í ferðinni

- 8 daga retreat og námskeið með Kolbrúnu, Rakel og Hrafnhildi 
Yoga, hugleiðslur, heilun, dans, sköpunarkraftur, fyrirlestrar og fleira skemmtilegt
Einn 60 mínútna einkatími
- Hótelgisting í 8 nætur í tveggja manna herbergi með morgunmat (Seminyak og Ubud) 
- Allur akstur (til og frá flugvelli og á milli bæja)
- Léttur hádegisverður
- Óvissuferð  
- Kokteilboð 
- Lokakvöld - Töfrandi kvöldstund með kvöldmat
- Annað sem kemur á óvart :) 

Leiðbeinendur og farastjórar

Hrafnhildur

Stofnandi og eigandi Andlegrar þjálfunar slf. 
Andlegur einkaþjálfari og kennari í náminu í andlegri einkaþjálfun. 

Ég er algjör ævintýrakona og gjörsamlega elska lífið, með öllum sínum upp- og niðursveiflum. Ég er með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur andlegri heilsu og tel það vera allra besta formið sem við getum verið í um ævina! Ég er svo lánsöm að fá að lifa tilganginn minn í þessu lífi og starfa við það sem ég elska, sem er að leiðbeina öðrum að líða margfalt betur með sjálfan sig og lífið almennt. Það er magnað að fá að vera samferða þessum einstaklingum sem til mín leita og vera ogguponsulítill partur af þeirra andlegu vegferð.

Ég elska að ferðast og bjó um stund í andlega bænum Ubud með börnunum mínum tveimur og móður minni. Ég er því afar kunnug á þeim slóðum og hlakka til að deila með þér töfrum Balí og sýna þér þá náttúrufegurð sem þar býr. 

Ég hlakka einnig til að sýna þér töfrana sem búa innra með þér! 

Kolbrún Ýr

Hæ! Ég er Kolbrún, konan bak við Lifðu betur með þér, eitt af mínum áhugasviðum er fólk og mannshugurinn og hvernig við getum látið okkur líða betur. Ég hef mikla þörf fyrir að skapa og læra eitthvað nýtt um lífið og tilveruna og í stað þess að sitja á því langar mig að miðla því sem ég hef lært. Hjálpa öðrum að eignast innihaldsríkara líf og komast í betra andlegt form ... helst sitt allra besta! 

Ég er Hatha, Yin og Nidra Jógakennari ásamt því að hafa lært ýmsar æfingar til að hreyfa við orkunni þinni, verðandi leiðbeinandi í öndun (Breath instructor) og Reiki heilunar meistari. Ég er Access Bars orkumeðferðaraðili og hjálpa fólki við að losa um orkustíflur í líkamanum með því að ýta á 32 punkta á höfðinu.

Ég hlakka til að vinna með ykkur í náinni framtíð ... þangað til þá hugsið um hvað nærir ykkur og gerið sem mest af því! Það nærir mig að stunda jóga, hlæja, skapa, borða góðan mat, vera í góðum félagsskap, gott spjall, kaffibollinn á morgnana, núvitund, læra meira, miðla og margt margt fleira

Andlegur einkaþjálfari 
Kennari í náminu í andlegri einkaþjálfun
Diplómanám á meistarastigi - Jákvæð sálfræði
Access Bars orkumeðferðaraðili
Hata, Yin, Nidra jógakennari
Verðandi Breath instructor
Verðandi Reiki heilari
Kennaramenntun frá KHÍ
Hönnuður - Fashion design við IED Barcelona
með merkin Kolbrun, Vakir og IIDEM.

Facebook: https://www.facebook.com/lifdubeturmedther
Heimasíða: www.lifdubeturmedther.is
Instagram: lifdubeturmedther

Rakel

Hæ Rakel heiti ég!

Ég er útskrifuð leikkona og andlegur einkaþjálfari. Ég hef mikla ástríðu fyrir mannlegum samskiptum, hugarfari og sjálfsrækt. Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu, sérstaklega andlegri heilsu, en áhuginn varð ennþá meiri þegar ég fór að vinna enn dýpra í sjálfri mér. Ég elska líka að hreyfa mig og hef mikinn áhuga á heilbrigðu mataræði, þar sem lífið hefur kennt mér að þetta helst allt saman í hendur.

Ég finn mikla þörf fyrir því að koma fram eins og ég er klædd og hef mikla ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. Ég fann mig ekki í boxinu sem ég reyndi mjög lengi að troða mér ofan í, en í dag fagna ég því að fara mína eigin leiðir. Glansmyndin er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér og ég vonast til þess að við æfum okkur í því að mætast öll meira sem jafningjar og kasta glansmyndinni eins langt í burtu og við getum og byrja að fagna því að við erum öll bara mennsk eftir allt saman.

Andlegur einkaþjálfari
Kennari í náminu í andlegri einkaþjálfun
Leikkona - Drama Studio London

www.rakelsig.is
Facebook: https://www.facebook.com/rakelandlegureinkathjalfari
Instagram: rakelandlegureinkathjalfari

Fjárfestu í þér

Heildarverð miðað við að tveir deili saman herbergi: 349.000 kr. 
Heildarverð miðað við einstaklingsherbergi: 419.000 kr. 

*flug ekki innifalið
*10% staðgreiðslu afsláttur 

Staðfestingargjald: 85.000 kr. (óafturkræft)

Berist inn á Andleg þjálfun slf. 
Kt. 6706180640
Reikn: 0322-26-670618
Skýring: Balí

* Takmarkað pláss í boði
* Engin jógakunnátta nauðsynleg
* Við skráningu færðu aðgang að lokuðum hópi á Facebook
* Í byrjun mars mun Balí hópurinn hittast og eiga yndislega stund saman. 
* VITA travel getur aðstoðað við að bóka flug alla leið til Balí

Allar helstu upplýsingar veita Hrafnhildur, Kolbrún og Rakel
draumaferd@andlegeinkathjalfun.is 

Draumaferðin er að bíða eftir þér - Lífið er núna!
Scroll to Top